Ríkisstjórnin og kirkjan - hver er munurinn?
2.9.2010 | 13:32
Á þessum tímamótum, þegar ríkisstjórnin stokkar upp og Alþingi er að koma saman þá er ágætt að minna nýja meðlimi ríkisstjórnarinnar á að enn er eftir að taka á útrásarglæpamönnunum.
Síðasta útgáfa af ríkisstjórninni var í sams konar afneitun gagnvart þessum mönnum og kirkja var gagnvart fyrrv. biskupi. Rétt eins og kirkjunnar menn virðast hafa neitað að trúa (þó trúin sé þeirra fag) að biskup gæti verið að perrast í sóknarbörnum sínum, þá virðist ríkisstjórnin neita að trúa að fjármálaperrarnir í útrásinni og bönkunum séu afbrotamenn. Þeir ganga allir lausir og njóta stuðnings eða hlutleysis yfirvalda og bankanna sem hafa verið endurreistir á kostnað ríkisins. Þeir njóta þess að rannsóknir á málum þeirra ganga áfram með hraða snigilsins og að nánast ekkert hefur komið út úr þeirri vinnu ennþá.
Ég óska nýjum ráðherrum til hamingju með embættin og hvet þá til að taka á þessu brýnasta verkefni sem fyrir liggur og sem hefur verið trassað hingað til vegna afneitunar. Ekki halda áfram á braut kirkjunnar í þessu máli. Takið nú trú og trúið því sem rétt er en ekki því sem ykkur langar að trúa. Takið á glæpagenginu sem setti ríkissjóð og landið allt á hausinn. Sækið peningana og setjið liðið í steininn. Ekki stinga hausnum í sandinn og selja þeim allt góssið aftur fyrir stolið fé og segjast ekki hafa hugmynd um hvaðan það kemur, en láta svo almenning borga allt tapið tvisvar eða oftar.
Yfirgefa ríkisstjórn | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.