Gleymdu þeir skuldugasta sveitarfélagi landsins?

Eftirlitsnefndin er nú ansi slöpp ef hún er ekki búin að senda Reykjavík aðvörun. Þar er lang skuldugasta sveitarfélag landsins með skuldir sem eru langt yfir þessum 150% sem nefndin virðist miða við þegar metið er hvort sveitarfélög eru í vanda eða ekki. Það var allavega talað um það þegar þessi viðmiðun var sett í tengslum við umræðu um lagasetningu sem bannar skuldsetningu sveitarfélaga umfram 150% af tekjum að öll starfsemi sveitarfélaga skyldi vera undir í þessu viðmiði, þar með talin veitufyrirtæki sveitarfélaganna. Og nú er Reykjavíkurborg með skuldir OR á herðunum og það fyrirtæki rær lífróður til að tóra næsta fjárhagsár. Samt fær borgin enga aðvörun. Þetta er nú ansi undarlegt. Ég held það veiti ekki af að vekja borgarstjórn upp með aðvörun um fjárhagsstöðun svo hægt sé að fara að undirbúa plön um neyðaraðstoð við OR. Það er ljóst að fyrirtækið er í miklum og vaxandi vanda og alls óvíst að gjaldskrárhækkun um nærri þriðjung dugi til að bjarga fyrirtækinu.


mbl.is 12 sveitarfélög fá aðvörun
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband