Stóriðjustefnan nýtur fulls stuðnings þó hún sé á kostnað almennings.

Það er merkilegt að öll þau orkufyrirtæki í landinu sem mest eru komin að fótum fram vegna skulda eiga það sameiginlegt að hafa fjárfest mikið í virkjunum vegna stóriðju á undanförnum árum.

Þetta á við OR sem nú þarf að hlýða fyrirmælum lánardrottna um gjaldskrárhækkanir á almenning til að standa undir afborgunum af lánum vegna stóriðjuorku.

Þetta er Landsvirkjun sem getur ekki byrjað á Búðarhálsvirkjun sem nýbúið er að bjóða út vegna þess að enginn hefur viljað lána þeim fyrir framkvæmdunum og eldri stóriðjufjárfestingar skila engum afgangi til að nota í nýjar fjárfestingar.

Þetta á við um HS orku, Geysir green, Magma eða hvað það fyrirtæki heitir nú, sem er verið að selja fjárfestum til að losa nokkra milljarða til að fleyta Reykjanesbæ í nokkra mánuði í viðbót í kreppunni. En takist að koma þessu söluferli til enda eins og til stóð gerist fátt annað en það að gjaldskrárnar verða hækkaðar og almenningur látinn kaupa fyrirtækið fyrir fjárfestana með þeim hætti. Svo er óljóst hvort nýjir eigendur ætla að selja rafmagn til stóriðju eða grænnar iðju eins og þeir hafa gefið til kynna.

Það eina sem eftir stendur úr stóriðjubrölti þessara orkufyrirtækja eru himinháar skuldir sem nú eru að falla á almenning með ýmsum hætti.

Ég þakka þó fyrir að ná að klára þessa færslu án þess að rafmagnið detti út á meðan vegna bilunar í einhverju álverinu.


mbl.is Stjórn OR nýtur fulls stuðnings meirihluta borgarstjórnar
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband