Skítalykt af þessu.
21.8.2010 | 17:31
Ég hélt að maðurinn væri bara grunaður um að ætla að draga fram í dagsljósið 15000 leyniskjöl frá Bandaríkjaher og birta þau á Wikileaks. Enda hefur hann sagt að hann ætli að gera það. Það þykir nú víða góð ástæða til að koma honum bak við lás og slá að ætla að upplýsa um starfshætti stjórnvalda sem greinilega þolir ekki dagsljósið. En það er kannski hluti af starfsháttum sumra ríkisstjórna og stjórnarstofnana að klína á menn nauðgunum til að koma þeim í steininn þegar birting óþægilegra upplýsinga er í farvatninu.
Þetta er nú ljóti heimurinn sem við búum í. Verstu glæpamennirnir eru ekki þeir sem nauðga og drepa stöku sinnum heldur þeir sem stýra ríkjum sem bera ábyrgð á nauðgunum og drápum í þúsunda og tugþúsundavís.
Ekki lengur eftirlýstur | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.