Gölluð biblía?

Ég skil vel rök Geirs Waage. Hann rökstyður afstöðu sína vel og erfitt að mæla móti þeirri afstöðu. Eins og hann segir þá kæmu menn einfaldlega ekki til presta að játa þeim syndir sínar ef alltaf yrði hlaupið með vitneskjun til lögreglu þegar prestum þykir menn fara langt yfir strikið í gerðum sínum.

Geir segir hins vegar líka að prestar séu að hlusta fyrir hönd Guðs á menn og leiðbeina þeim á rétta braut.

Þetta vekur því upp spurninguna um hvort Guð er góður, eða ekki? Er það góður Guð sem hlustar á menn játa á sig barnaníð en gerir svo ekkert frekar í því en að segja þeim að gera þetta ekki aftur?

Er þetta vilji Guðs? Ég er ekki svo vel að mér í biblíunni og trúarfræðunum að ég geti svarað því hvað Guð mundi gera ef t.d. biskup segði honum frá því að hann væri að níðast á sóknarbörnunum. En mig minnir að eitthvað sé talað í biblíunni um rétt og rangt og muninn á þessu tvennu. Kirkjunnar menn þurfa að kafa vandlega í sín fræði og athuga hvort ekki má finna aðra leið þegar alvarlegar syndir eru játaðar en þá að þegja yfir þeim. Kannski þarf líka að leita betur í gömlum hellum í mið austurlöndum og athuga hvort eitthvað hefur gleymst þar af guðs orði sem ætti að vera í biblíunni. Ég trúi ekki að þöggun sé eina leiðin sem kirkjan hefur í þessum málum. Guð er slappur ef hann getur ekki leyst betur úr þessu með sínum fulltrúum.


mbl.is Þagnarskyldan er algjör
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Ragnhildur Kolka

Það virðist hafa farið framhjá þér, eins og flestum sem um þetta fjalla að sr. Geir gerir því skóna að það sé "öngruð samviska " sem rekur gerandann til prest og að glæpurinn eða siðferðisbrotið "leggist afar þungt á gerandann sjálfan". Einstaklingur í þeirri stöðu er að leita leiða til að létta af sér glæpnum.

Lúterstrú gefur enga syndaaflausn. Sá sem fer til prests er að leita stuðnings við að gera "hið rétta". Sr. Geir kemst einfaldlega að þeirri niðurstöðu að það sé enginn millivegur; annað hvort ríkir trúnaður eða ekki.

Hvort einhver leitar svo til prests til að skrifta er svo annað mál.

Ragnhildur Kolka, 21.8.2010 kl. 22:18

2 identicon

Víst gefur lútherska trúin syndaaflausn.  Hún væri nokkuð gagnslaus annars.  Jesús dó fyrir syndir mannanna.

 En Jón, þú mátt ekki gleyma því að Guð er Guð. Hann er miklu stærri en bara þetta sem við sjáum hérna.  Hann hefur ýmsar leiðir til þess að ná til fólks, til þess að leiða fólk til iðrunar og bættrar breytni.  Hann getur m.a. notað fólk til þess að ýta á fólk að gera það sem er rétt.  Svo hefur hann gefið mönnum samvisku sem ýtir á fólk.

Ef fólk bælir niður samviskuna og hlustar ekki á fólk í kringum sig þá hefur Guð alltaf það úrræði að refsa manninum sjálfur, bæði í þessu lífi og hinu komandi. 

Andri (IP-tala skráð) 22.8.2010 kl. 00:42

3 Smámynd: Jón Pétur Líndal

Sæl verið þið og takk fyrir athugasemdirnar. Hvað er Guð? Það er stóra spurningin. Er guð til, var guð til eða er guð bara gamalt leikrit sem er enn verið að flytja af leikhúsinu sem er kallað kirkja nokkur þúsund árum eftir að það var fyrst samið?

Jón Pétur Líndal, 24.8.2010 kl. 21:19

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband