Nokkuð til í þessu hjá Rompoy en samt ekki fullnægjandi skýring.

Það er alveg rétt að sterk Evra er veikleiki, rétt eins og að sterk króna var veikleiki á Íslandi. Þetta hef ég nokkrum sinnum bloggað um áður. En það er nú samt ekki alveg rétt hjá Rompoy að rekja megi vanda Evruríkjanna til þess hve sterk Evran var. Þetta er aðeins hluti vandans í Evrópu. Vandi Evruríkjanna er í raun fjórskiptur.

1. Það er sterk Evra.
2. Það eru of háir vextir.
3. Það er of mikil eyðsla ríkissjóðanna og lántökur þess vegna.
4. Og það er bankakerfi sem er ríkistryggt.

Þetta eru vandamálin í Evruríkjunum. Þetta er líka alveg sama prógrammið á Íslandi og annars staðar utan ESB.

Það er ekkert eitt þessara atriða sem um má kenna eingöngu um hve fjárhagslega staða þessara ríkja er orðin slæm.

Ef einhver einn samnefnari er til sem mætti kenna um, þá eru það spilltir og vitlausir og vanhæfir stjórnmálamenn. Það er nú þeir sem eiga að stjórna löndunum sem þeir eru fulltrúar fyrir með þeim hætti að þessir hlutir séu í lagi.

Var ekki Jóhanna forsætisráðherra að tala um það áðan að framtíðin væri björt fyrir Íslendinga, að okkur miði vel og að við skulum horfa björtum augum fram á veginn? Hún er gott dæmi um vitlausan og vanhæfan stjórnmálamann sem er í engum tengslum við raunveruleikann í landi sínu. Svona lið er um alla Evrópu að stjórna öllu til andskotans. Það er aðalvandinn.


mbl.is Of sterk evra átti þátt í hruni hennar
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband