Íslands ógæfu verður allt að vopni.

Einhvern tíma hefur það nú verið sagt áður að "Íslands ógæfu verður allt að vopni". En sjaldan hefur það átt betur við.

Óheillakrákan Össur Skarphéðinsson er eitt skæðasta vopn Íslands ógæfu. Hann er einn landsins mesti ógæfu smiður. Nú er hann ánægður með verk sín þegar ESB hefur "leyft" honum að koma til viðræðna um aðild Íslands að ESB. Þar með er farið með þetta mál úr stöðu "umsóknar" í stöðu "aðildarviðræðna".

Þetta finnst íslands óheillakráku sniðugt og gott þó þjóðin sé næstum því einhuga á móti þessu plotti öllu saman. Hann telur sem svo að þjóðin sé bara örg og vitlaus í augnablikinu út af Icesave og muni fljótlega fara að skipta um skoðun og kjósa sér aðild að ESB þegar tímar koma. Hann heldur sem sagt að Íslendingar séu vitlausir núna en verði voða gáfaðir bráðum. Hann telur að gáfnafar Íslendinga og áhugi á ESB sé beintengt efnahagslegri stöðu landsins á hverjum tíma. Ennfremur telur hann að það versta sé nú afstaðið í efnahagsmálunum og bjartir tímar í nánd. Þessi óheillakráka er greinilega í allt öðrum heimi en flestir Íslendingar. Hann skilur ekki að það versta er enn ókomið. Fólk flýr land sem aldrei fyrr, 10 manns á dag að jafnaði, þar af flestir til Noregs sem er utan ESB. Ríkissjóður hleður á sig skuldum óreiðumanna og óheillakrákanna úr bönkunum. Það koma virkilega vondir tímar þegar vextir og afborganir af þessum óheillalánum falla í gjalddaga. Þá syrtir nú í álinn. Það á að fara að skera niður hjá ríkissjóði í haust. Þá fjölgar nú aftur á atvinnuleysisskránni og herðir á fólksflóttanum. Þá syrtir nú enn í álinn.

Það hefur engu verið breytt sem máli skiptir í bönkunum. Bara gamla draslið reist við, ennþá allt ríkistryggt og auk þess fjármagnað af ríkinu. Það er ótrúlegt að þetta nýja gamla bankakerfi lifi lengi. Þegar það hrynur aftur innan skamms þá syrtir enn í álinn. Og bankarnir ætla áður en þeir falla aftur að taka fjórðung, jafnvel þriðjung, heimila í landinu með sér í fallinu. Koma 100 þús. Íslendingum á kaldan klaka, á götuna eða sveitarfélögin eða svæla þá úr landi. Það syrtir nú enn í álinn þegar þessu vindur fram. Ekkert af þessu er vísbending um betri tíma í landinu.

Stjórnmálamenn eru iðnir við að þusa um að allt erfiðið og vandamálin hjá landsmönnum séu u.þ.b. að klárast og senn að baki. Almenningur sér hlutina ekki með þessum hætti og trúir þessu einfaldlega ekki. Staðreyndir segja okkur annað. Þessir stjórnmálamenn sem halda fram björtum tímum á næstunni eru flestir fyrir löngu orðnir landsfrægir trúðar og lygalaupar, eiginhagsmunapotarar sem aldrei hafa nálgast landsmenn á öðrum forsendum en þeim að ljúga þá fulla til að fá atkvæði þeirra. Fólk er nú farið að hika talsvert áður en það trúir nýjum lygum eða endurteknum lygum. Það er nokkurn veginn hætt að virka að tyggja sömu lygina nógu oft og telja fólki þannig trú um að hún sé sannleikur. Það er ört minnkandi hópur sem fellur fyrir slíku.

Ég sé því ekki hvernig óheillakrákan Össur getur séð það í spilunum að Íslendingar muni bráðum hafa það svo gott að þeir slái til með inngöngu í ESB. En þessi óheillakráka er engu að síður staðráðin í að nauðga ESB upp á þjóðina. Hann virðist halda að hann geti troðið þjóðinni í skjóðu og hent henni inn í ESB burtséð frá þjóðarviljanum. Óheillakrákan virðist halda að hann sé í svipuðum sporum og ekkjan forðum daga sem stóð við Gullna hliðið með Sálina hans Jóns í skjóðu og kom henni í gegn um hliðið fram hjá Pétri.

En óheillakrákan skilur ekki að Íslenskar sálir vilja ekki í ESB ríkið. Óheillakrákan skilur heldur ekki að ESB ríkið vill fá Íslenskar sálir í ESB ríkið. Óheillakrákan skilur ekki að hann er sá eini sem enn hefur látið plata sig og að nú er ESB ríkið að nota hann til að krækja í sálirnar. Ef ekki væru svona óheillakrákur eins og Össur væru aðeins færri vandamál að fást við á Íslandi í dag. Þess vegna eru menn eins og Össur óheillakrákur.


mbl.is „Heilladagur fyrir Ísland“
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Viktoría Eyrún Ragnarsdóttir

Heyr, heyr !

Viktoría Eyrún Ragnarsdóttir, 17.6.2010 kl. 22:14

2 Smámynd: DG

Sammála !

DG, 17.6.2010 kl. 22:21

3 Smámynd: DG

Ætla að leyfa mér að setja þetta á fésið :)

DG, 17.6.2010 kl. 22:22

4 Smámynd: Jón Pétur Líndal

Það er bara besta mál. Kveðja, Jón.

Jón Pétur Líndal, 17.6.2010 kl. 22:25

5 Smámynd: Helga Kristjánsdóttir

            Hvernig ætlum við að losa okkur við þessa stór hættulegu Kráku?

Helga Kristjánsdóttir, 17.6.2010 kl. 22:36

6 Smámynd: Björn Emilsson

Varið ykkur á Besta flokknum. Þeir eru nú þegar orðnir sú hækja sem Samfylkingin og þar með ESB Þarfnaðist. Þetta veit Össur mætavel og allt hans hyski. Því brosir hann breitt.

Björn Emilsson, 18.6.2010 kl. 00:25

7 Smámynd: Guðrún Sæmundsdóttir

Það held ég að Silvio Berslusconi  sé glaður í dag. Ítalir eru gríðarlega valdamiklir innan ESB og "njóta" leiðsagnar mafíuleiðtogans Berlusconi .

Fjöldi þingmanna í ESB fer eftir fólksfjölda aðildarlandanna, Finnar Svíar og Danir með sínar ca. 20 milljónir íbúa hafa ekkert að gera í ítala með um 60 milljónir manns. Svo að verði framtíðarsýn Össurar og Jóhönnu að veruleika skulum við búa okkur undir valdatafl alvöru mafíósa sem láta Björgólfa og Baugsfeðga blikna í samanburði. You ain´t seen nothing yet

Guðrún Sæmundsdóttir, 18.6.2010 kl. 01:05

8 Smámynd: Sigurður Haraldsson

Þetta er búið hjá stjórninni nú verðum við að grípa inní!

Össur á ekki neitt erindi á alþingi!

Sigurður Haraldsson, 18.6.2010 kl. 03:05

9 Smámynd: Hrólfur Þ Hraundal

Helga Kristjánsdóttir: Ég myndi skjóta hanna á flugi, en vandinn með þessa kráku er að hún er ófleyg.

Hrólfur Þ Hraundal, 18.6.2010 kl. 15:38

10 identicon

Þessi pistill hjá Jóni Pétri er lygileg endaleysa. Hvernig væri nú að kynna sér skoðanakannanir og sjá hvernig skoðanamyndun hjá þjóðinni hefur þróast? Að því loknu væri kannski hægt að segja eitthvað af viti. óreiðumenn og óheillakrákur úr bönkunum voru allt saman vinir og vandamenn Sjálfstæðisflokks og Framsóknar. Þessir menn fengu bankana fyrir slikk. Kjartan Gunnarsson framkvæmdastjóri Flokksins var stjórnarformaður Landbankans. Hann var árum saman nánasti samstarfsmaður DO!! Þjóðin er fórnarlamb afreka þessaras kappa!Þjóðin sjálf hefur síðasta orðið um inngöngu eða ekki inngöngu í ESB. Það er til marks um innihaldsleysi pistils Jóns Péturs að orðið óheillakráka kemur 10 sinnum fyrir!! Orðanotkun er álíka frjó og hugsunin.

Hrafn Arnarson (IP-tala skráð) 18.6.2010 kl. 22:27

11 Smámynd: Jón Pétur Líndal

Sæl öll og kærar þakkir fyrir athugasemdirnar. Hrafn, það getur vel verið að þér þyki þetta lygileg endaleysa hjá mér, ég vildi að ég gæti verið sammála þér um það, en þetta er bara full alvara, því miður. Reynslan hefur löngu kennt mér að maður er aldrei of svartsýnn. En það er alveg rétt hjá þér að Sjálfstæðisflokkur og Framsókn klúðruðu málunum algjörlega í einkavæðingu bankanna. Það má samt ekki gleyma því að grunnástæðan fyrir einkavæðingu þeirra var nú regluverk ESB sem bannaði Íslendingum að hafa þessa banka í ríkiseigu. Til að þóknast ESB var því ákveðið að einkavæða þá. Þannig að ég er nú eftir þessar bankaæfingar sem ESB kom okkur út í og stjórnmálamenn og útrásarliðið klúðraði algjörlega með hálfvitagangi stjórnmálamanna og glæpastarfsemi þeirra sem fengu bankana, ekki til í að láta ljúga mig fullan af því að í framhaldi af þessu sé best að ganga í ESB. Ég er ekki svo vitlaus eins og Össur óheillakráka og félagar að halda að þetta sé eitthvað annað ESB en ýtti okkur út í bankaruglið sem er nú búið að koma þjóðinni á hausinn með dyggilegri hjálp Samfylkingarinnar á lokasprettinum.

Það hvað ég nota orðið óheillakráka um Össur er bara vegna þess að ég er að leggja áherslu á mál mitt og þetta orð lýsir Össuri afar vel. Ég hugsa að þú hefðir enga athugasemd gert ef ég hefði skrifað 10 sinnum að Össur væri frábær. Mér hefði þótt gott að geta notað það orð um hann, en því miður get ég það ekki nema skrifa gegn betri vitund.

Jón Pétur Líndal, 19.6.2010 kl. 23:25

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband