Heimsmet Eyjafjallajökuls.

Það eru talin vera um ein milljón og fjögur þúsund orð í enskri tungu. Sömuleiðis hefur þeim sem tala málið fjölgað hratt og eru nú taldir vera á bilinu 1,2 - 1,5 milljarðar jarðarbúa. Enskan hefur þróast hratt og orðum í málinu fjölgar dag frá degi. Þannig hefur þetta mál þróast í margar aldir. Fjöldi orða úr öðrum málum er hluti af enskunni í dag. Meira að segja eru í ensku orð úr íslensku, t.d. geysir sem er nú enska orðið yfir goshveri.

Þegar fjölmiðlun er eins alþjóðleg og hún er nú orðin og viðburðir á Íslandi geta haft áhrif vítt um heiminn, eins og t.d. fjármálahrunið á Íslandi og eldgosið í Eyjafjallajökli þá komast stundum í fjölmiðla íslensk orð sem enskumælandi vilja taka upp í sínu máli.

Eyjafjallajökull er dæmi um þetta, en um leið er Eyjafjallajökull orð sem hefur reynst erfitt að bera fram fyrir útlendinga, hvort sem þeir eru enskumælandi eða tala aðrar tungur. Þegar leitað er að Eyjafjalljökli á Google kemur fram að alls eru um 6.510.000 tilvísanir í þetta orð.
Þar með er talið að Eyjafjallajökull hafi sett heimsmet í því að vera það orð sem oftast er vísað í miðað við hve fáir geta borið það fram.
Á netinu má finna vangaveltur um hvort rétt sé að taka Eyjafjallajökul upp í enskri tungu þegar einungis um 300 þús. hræður á Íslandi geta borið þetta nafn fram.

Þessi pistill er nú settur fram í framhaldi af fyrri bloggum um að taka upp ensku á Íslandi í stað íslenskunnar. Og set ég þetta hér fram til að benda á hvernig tungumál eru að þróast og sum að taka upp orð úr öðrum, þó aðrir vilji reyna að halda sínum málum hreinum og ómenguðum af áhrifum frá öðrum tungumálum.

Sjá meira um þetta hér.
http://www.languagemonitor.com/new-words/eyjafjallajoekull-what-happens-if-a-volcano-erupts-and-no-one-can-pronounce-its-name/


mbl.is Enn mikil gufa úr gíg Eyjafjallajökuls
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband