Gengi hvaða krónu er að styrkjast?

Við erum með þrjú afbrigði af íslenskri krónu í umferð og þegar fluttar eru fréttir um styrkingu krónunnar þá væri gott að vita hvaða afbrigði eru að styrkjast?
Er það gengistryggða krónan?
Er það verðtryggða krónan?
Er það óverðtryggða og ógengistryggða krónan sem eingöngu er notuð til að greiða laun í landinu?

Það er lífsnauðsynlegt að einfalda gjaldeyrismál í landinu og hafa bara eina krónu fyrir alla hluti. Þar sem nú þegar er verið að snúa af braut gengistryggingar er augljóst að næsta skref er að leggja niður verðtrygginguna eða verðtryggja launin. Þá erum við komin með einn gjaldmiðil í landinu.


mbl.is Gengi krónunnar styrktist umtalsvert
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Brjánn Guðjónsson

true

Brjánn Guðjónsson, 1.6.2010 kl. 20:30

2 Smámynd: Sigurður Haraldsson

Tja kannski Danska krónan.

Sigurður Haraldsson, 1.6.2010 kl. 22:40

3 Smámynd: Eyjólfur G Svavarsson

Er krónan nokkuð að stirkjast, er ekki evran bara að hrapa og þá breitist gengið ég held að það sé sára lítl stirking á kr.

Eyjólfur G Svavarsson, 2.6.2010 kl. 00:29

4 Smámynd: Guðmundur Ásgeirsson

Rétt Eyjólfur. Krónan er ekki að hreyfast neitt sem slík, heldur er þetta afstæð breyting gagnvart Evrunni sem er í frjálsu falli þessa dagana. Fylgist frekar með dollaranum, gagnvart honum hefur krónan ekki verið að styrkjast mikið. Ástæðan fyrir því að þetta mælist samt svona er einfaldlega að Evran er bara stærra hlutfall af myntkörfunni sem gengisvísitalan miðast við.

Guðmundur Ásgeirsson, 2.6.2010 kl. 06:21

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband