Kjósendur í Hafnarfirði urðu að henda fjölda atkvæða og 2 bæjarfulltrúum.

Það var mikið lán fyrir Samfylkinguna í Hafnarfirði að þar kom ekkert nýtt framboð fram fyrir þessar kosningar. Fyrir vikið ákváðu kjósendur í bænum að henda atkvæðum sínum frekar en að rétta öðrum fjórflokksframboðum þau. Þar með nýttust atkvæðin ekki andstæðingum Samfylkingarinnar í bænum sem fær fyrir vikið býsna góða kosningu og vinnur í raun stórkostlegan kosningarvarnarsigur út af þessum skorti á valkostum fyrir kjósendur.

Þetta er auðvitað ekki það sem kjósendur í Hafnarfirði þurftu. Þeim er greinilega nokkuð sama um hverjir fjórflokkanna fá atkvæði þeirra, telja þeim nokkurn veginn jafn illa varið alls staðar á þeim bæjum. Og fyrir vikið bentu fyrstu tölur úr Hafnarfirði til að búið væri að henda atkvæðum sem hefðu dugað nýju framboði til að koma að ca. 2 mönnum.

Skilaboð kjósenda í Hafnarfirði í þessum kosningum virðast því fyrst og fremst vera tvenn. Þeir vilja fá fleiri framboð til að velja um, en þangað til vilja þeir að fækkað verði um 2 menn í bæjarstjórninni.


mbl.is Meirihlutinn fallinn í Hafnarfirði
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband