Ekkert að óttast þó svo færi að Hera ynni keppnina.

Þetta eru óskiljanlegar áhyggjur sem fólk er að hafa af því að Ísland þurfi að óttast að vinna keppnina. Hvað er að óttast? Er ekki að verða tilbúið nýtt tónlistarhús sem kostar 10 sinnum meira en svona keppni? Það ætti að vera vandalaust að halda eina söngvakeppni í þessari peningahít ef á þarf að halda.
Og svo er örugglega hægt að sýna aðhald og skynsemi í framkvæmd svona keppni ef svo færi að hún endaði hér. Það er engin skylda að hver keppni verði dýrari og flottari en sú næsta á undan. Það ætti að vera hægt að gera þetta sómasamlega og með góðu móti fyrir nokkur hundruð milljónir auk þess sem keppnin gefur af sér í tekjur, ef skynsamlega er á haldið. Það þarf bara að halda pólitík, bankaræningjum, spillingaröflum og einkahagsmunapoti frá keppninni ef svo fer að hún endi hér. Það er það eina sem getur orðið til þess að kostnaður fari úr böndum.
mbl.is „Óttast að vinna keppina“
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 identicon

Kostar sirka eitt stykki icesave... nógur hefur óttinn verið þar

Einar T (IP-tala skráð) 29.5.2010 kl. 21:18

2 identicon

Öhhh nei. Eurovision kostar ekki eitt stykki Icesave. Það er nær einu prósenti af Icesave-lánunum.

B (IP-tala skráð) 29.5.2010 kl. 21:20

3 Smámynd: Jón Pétur Líndal

Sælir og takk fyrir athugasemdirnar. Ég held að Eurovision kosti bara eins og Icesave vexti í einn mánuð ef þetta er gert grand, en kannski innan við viku vexti ef sparlega er farið í keppnishaldið.

Jón Pétur Líndal, 29.5.2010 kl. 21:25

4 Smámynd: Jón Pétur Líndal

Þannig að ég óttast nú meira Icesave en Eurovision.

Jón Pétur Líndal, 29.5.2010 kl. 21:26

5 identicon

Jú... svolítið ýkt hjá mér! Kostnaður hefur verið um 3.5 milljarða síðustu ár. Það er nú samt ekkert lítið þó svo að Icesave sé öllu alvarlegra

Einar T (IP-tala skráð) 29.5.2010 kl. 21:59

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband