Jón Gnarr þarf aðhald og hjálp í borgarstjórn - Ræningjar oss vilja ráðast á.

Ég er nú búinn að vera duglegur að blogga með Besta flokks framboði Jóns Gnarr til borgarstjórnar. Nú er kosningin byrjuð og styttist í að í ljós komi hve mörgum mönnum framboðið nær inn í borgarstjórn Reykjavík.

En nú er komið smá babb í bátinn.
Það eru farnar að heyrast sögur um að einhverjir aðilar sem eru ekki allir grínistar séu að bakka upp þetta framboð í eiginhagsmunatilgangi. Þar má nefna að Heimir Fjeldsted fullyrðir á sínu bloggi að Björk Guðmundsdóttir standi á bak við framboðið með 30 milljóna stuðningi. Það er nú umhugsunarefni. Önnur saga segir að Jón Ásgeir og glæpaklíka hans eigi góð ítök í einhverjum frambjóðendum flokksins og hafi hug á að nýta sér velgengni þess til að komast í það kjöt sem eftir er á beinum Orkuveitu Reykjavíkur. Sem sagt að komast yfir orkuauðlindir þjóðarinnar í gegn um Besta flokkinn.

Nú veit ég ekkert hvort þessar sögur eru dagsannar, helber lygi eða eitthvað til í þeim kannski. Einhverjir segja auðvitað að þær séu bara komnar frá pólitískum andstæðingum til að skemma framboðið og skamma mig svo fyrir að hafa þær eftir. En það hefur svo sem vakið athygli mína, og ég nefnt það fyrr hér á blogginu, að fjölmiðlar hafa verið ósköp þægir og góðir við þetta framboð, þveröfugt við það sem venja er með ný framboð. Og víst eru flestir fjölmiðlar landsins vel tengdir glæpagengi Jóns Ásgeirs, þannig að vissulega má greina mögulega tengingu þarna á milli.

Hvort sem þetta er nú satt eða ekki þá er ljóst að framboð nýgræðinga Besta flokksins sem nær að líkindum góðum árangri í borgarstjórnarkosningum í dag verður eflaust efst á fórnarlambalista þessara ræningjagengja sem vilja sölsa undir sig allt fémæti sem finnst á Íslandi. Ef þeim tekst að misnota þennan hóp eins og svo marga aðra hingað til er til lítils að fá þetta ferska blóð í borgina.
Og þar sem ég óttast að eitthvað kunni að vera til í þessu, sérstaklega varðandi áhuga Jóns Ásgeirs sem enn hefur ránsfeng sinn grafinn í holum um allan heim vil ég vara við þessu og brýna Jón Gnarr til að láta ekki Félag íslenskra bankaræningja narra sig út í allskonar sukk og svínarí og spillingu komast hann til valda í Reykjavík.

Einu sinni nefndi ég í bloggi mínu að ég sæi nýjan Davíð í Jóni Gnarr. En kannski er það alls ekki svo, kannski verður hann ný Ingibjörg Sólrún, sem var besti vinur Jóns Ásgeirs og félaga úr stjórnmálalífinu, að forsetanum undanskildum. Ég vil ekki að Jón Gnarr komist í svo slæman félagsskap að honum verði líkt við hana.

Það versta sem getur komið fyrir mig er að stuðla að enn frekari yfirgangi og ribbaldahætti ræningagengis Jóns Ásgeirs á Íslandi. Ég er búinn að krefjast þess síðan í október 2008 að þessi gengi verði sett í steininn og eignir þeirra frystar á meðan glæpamálin eru rannsökuð eins og gert er í alvöru réttarríkjum. Ég hef sko ekki áhuga á að púkka undir þessi gengi, hvorki viljandi né óviljandi. Þess vegna er það svo að þó Jón Gnarr komist hugsanlega að í borginni og ætli að stunda spillinguna fyrir opnum tjöldum en ekki bak við luktar dyr eins og aðrir gera, þá er það ekki nóg. Það þarf að passa að hann sjálfur og flokkur hans verði ekki strengjabrúður ræningja sem vilja halda áfram að ræna Íslandi og ætla að stjórna honum í þeim tilgangi, líklega frá fangelsi í Bandaríkjunum, en ekki Arnarholti. Hjálpum Jóni og félögum að fóta sig fram hjá þessu ræningjagengi ef Besti flokkurinn kemst til áhrifa í borginni.


mbl.is Gleymdi persónuskilríkjum
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 identicon

Heimir Fjeldsted er hægri hóra sem getur ekki hugsað fyrir sjálfan sig........remember that!

CrazyGuy (IP-tala skráð) 29.5.2010 kl. 14:16

2 identicon

Og þú CrazyGuy er vinstrimella og subbukall.

LS (IP-tala skráð) 29.5.2010 kl. 14:29

3 identicon

Og mér finnst ekki gott hjá þér Jón að svona taka undir slúður og algjörlega uppskáldaðan óhróður adstæðinga Besta flokksins.

Ef um spillingu er að ræða þá vil ég frekar fá hana upp á yfirborðið hjá Besta en hafa hana í undirdjúpunum eins og hjá hinum flokkunum.

Annar er ég ekki vitund hræddur um að Besti flokkurinn sé spilltur. Hins vegar VEIT ég að hinir hafa spillst illa og þurfa á djúphreinsun að halda.

Og okkur kjósendum BER að hjálpa þeim að hreinsa út hjá sér með þvi að gefa þeim frí til þess.

Grefillinn Sjálfur - Koma svo! (IP-tala skráð) 29.5.2010 kl. 15:00

4 identicon

Nei LS.....ég hef alltaf verið Sjálfstæðismaður en eftir allt þetta rugl sem gerðist þá ætla ég ekki að kjósa sömu spillingu aftur.....það þarf 100% endurnýjung í öllum flokkum!

CrazyGuy (IP-tala skráð) 29.5.2010 kl. 15:15

5 Smámynd: Óskar Arnórsson

Það hefur engin annar komið með svona kjaftæði nema Heimir. Skrítið að menn skilji ekki að maður fær alltaf alla lýgi í hausinn aftur. Besti Flokkurinn hefur ekki fræðilega orðið spilltur vegna tímans sem liðin er. Það er eins og að segja um nýfætt barn að það kunni ekki mannasiði...sem lýsir aðeins þeim sem segir það og aldrei barninu..

Óskar Arnórsson, 29.5.2010 kl. 15:58

6 Smámynd: Jón Pétur Líndal

Sælir og takk fyrir athugasemdirnar. Ég var nú ekki að segja að Besti flokkurinn sé spilltur, þó sumir telji að svo kunni að vera, bara benda á sögusagnir og hætturnar sem þarf að varast. En hitt er alveg öruggt að það verður reynt að spilla honum komist hann til áhrifa. Og þá ríður á að verjast spillingaröflunum og halda flokknum hreinum og óspilltum. Ef menn hefðu staðið sig við aðhaldið að hinum flokkunum hefðu þeir kannski ekki orðið eins spilltir og þeir eru og allt þetta spillingarsukk ekki komið upp. Við skulum ekki láta Besta flokkinn fara þannig.

Jón Pétur Líndal, 29.5.2010 kl. 18:38

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband