Er Jón Ásgeir forhertur eða ofsóttur ??

Það hefur enginn gert annað eins fyrir almenning í þessu landi og Bónusfeðgar, kvað oft við á Íslandi á uppgangstímum Bónusverslananna. Nú eru allar kellingar hættar að syngja þennan söng nema nokkrir lögmenn sem af veikum mætti reyna að telja þjóðinni trú um að Jón Ásgeir sé gæðadrengur sem sé orðinn fórnarlamb rannsóknarofsókna ofan á alheimskreppuna sem rústaði fyrirtækjum hans. Hann hefur aldrei gert neitt af sér, þó hann hafi að vísu fengið dóm í Baugsmálinu, en það var nú bara af því að dómararnir voru vondir við hann. Mér fannst þeir reyndar góðir við hann að dæma hann ekki fyrir fleiri brot. En ég er nú bara einn af þessum vitleysingum sem skilja ekki hvað þetta er góður maður, þannig að mín afstaða skiptir sjálfsagt engu máli, hann er jafn góður fyrir því.

Fjölmiðlarnir hans hafa verið duglegir að benda á hvað hann hafi gert margt gott, enda eru það líka bestu fjölmiðlarnir sem hann á. Það kemur m.a. fram í því að hann er duglegur að losa sig við lélaga fjölmiðlamenn og ráða aðra betri svo umfjöllun um hann sé alltaf af mestu gæðum. Þannig hefur fólkið í landinu fengið miklu sannari mynd af honum og kostum hans en flestum öðrum útrásarvíkingum.

Svo hafa stjórnmálamenn úr ýmsum flokkum verið duglegir að stilla sér upp með honum og passa hann fyrir vondu köllunum, eins og þegar Ingibjörg Sólrún tók iðulega til varna fyrir Jón Ásgeir þegar Davíð eineltisíhald var að bögga hann með skömmum og leiðindum.

En þrátt fyrir vinsældir Jóns Ásgeirs meðal ýmissa kellinga, hans eigin fjölmiðla og vina hans í stjórnmálum sem þegið hafa frá honum rausnarleg framlög fyrir vinskapinn, þá er hann samt dreginn fyrir dóm í New York og allar eignir hans kyrrsettar í London. Hann hefur löngum komið sínu fram á Íslandi með að siga löghundum sínum á óþæga ljái í þúfum. Það verður gaman að sjá hvernig honum gengur þessi aðferð við dómstóla í New York og London. Getur hann rekið einhvern þar til að menn hlýði? Getur hann kennt Davíð um þessar ofsóknir og fengið dómara á sitt band með þeim rökum?

Er hann virkilega ofsóttur eða er hann bara svona forhertur?


mbl.is Jón Ásgeir segir Steinunni misnota dómstóla
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Ásta María H Jensen

Hann er forhertur og blindur af eiginn blekkingum.  Hann er fórnalamb eigin hégóma.

Ásta María H Jensen, 12.5.2010 kl. 12:50

2 identicon

Tja, jafnvel þó svo væri að þetta mál væri eingöngu gert til þess að "meiða og skemma", eins og hann orðar það, er hann þá ekki bara að fá að bragða eigið meðal? Ég held að hann hafi bara gott af því að finna eldinn undir rassgatinu. Vonandi brennur hann sig sem verst getur.

Jón Flón (IP-tala skráð) 12.5.2010 kl. 13:35

3 Smámynd: Margrét St Hafsteinsdóttir

Fólk er farið að gera sér grein fyrir því að það fylgdi bakreikningur viðskiptum þeirra við lágvöruverslunina Bónus.

Margrét St Hafsteinsdóttir, 12.5.2010 kl. 14:07

4 Smámynd: Elínborg

Er þetta ekki dæmigert einkenni siðblindu ? Nú í vetur voru viðtöl við  konu sem er sálfræðingur og hún var að útskýra einkenni siðblindu. Minnir líka að hún hafi vísað í þekktar bækur t.d. "Snákar í jakkafötum" ofl.um svona menn í viðdkiptum....

Man líka eftir góðri grein e. Jónínu Ben, f.nokkrum árum sem birtist í mogganum. Þar fjallaði hún um að mig minnir, siðblindu íslenskra kaupsýslumanna. Sú grein sló mig mjög á þeim tíma!

Elínborg, 12.5.2010 kl. 16:56

5 identicon

Gaurinn er ofsalega forhertur... að auki er hann svo siðlaus að hann telur sig algerlega saklausann.. alveg eins og hinir útrásarvitleysingarnir; Þeir glíma allir við sömu geðveilu

DoctorE (IP-tala skráð) 12.5.2010 kl. 17:34

6 Smámynd: Ólafur Ingi Hrólfsson

Jón er ofsóttur - klárlega - Davíð Oddson hefur ekkert gert annað undanfarin 60 ár en að ofsækja Jón og núna lætur hann skilanefndina og dómstóla vítt og breytt um veröldina í viðbragðsstöðu - allt í þeim tilgangi að klekkja á Jóni Ásgeiri.

Ég er viss um að hann hefur Diet kók flöskuna af honum líka.

Ólafur Ingi Hrólfsson, 13.5.2010 kl. 04:27

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband