Yfirvöld með slæma samvisku. - Hvar eru ákærur sérstaks saksóknara?

Lögregluviðbúnaður og ólæti í dómhúsinu sýna vel hve íslensk stjórnvöld hafa slæma samvisku. Þau draga nokkra mótmælendur fyrir dóm fyrir það eitt að hafa mótmælt óréttlæti stjórnvalda í alþingishúsinu.
Íslensk stjórnvöld þurfa að fara að skilja að alþingi er engin prívatsamkoma sem þingmenn geta haft fyrir sig eina.
Íslensk stjórnvöld þurfa að fara að skilja að það er enginn glæpur að mótmæla fjársvikum, bankaránum, spillingu og dugleysi. Það er hins vegar glæpur þegar stjórnvöld standa sig ekki í stykkinu. Það er glæpur þegar mest öllu sparifé landsmanna hefur verið stolið af þeim. Það er glæpur þegar stjórnvöld aðhafast ekki gagnvart hinum raunverulegu glæpamönnum.

Ég legg til að stjórnvöld í þessu landi fari nú að vinna vinnuna sína og dragi raunverulega glæpamenn fyrir dóm í stað þess eins að vilja dæma þá sem mótmæla spillingu og dugleysi. Hættið að siga lögreglunni á fólkið í landinu. Þið hafið ennþá tækifæri til að snúa við blaðinu áður en lögreglan og almenningur taka höndum saman um að stinga ykkur sjálfum bak við læstar dyr.

Var ekki sérstakur saksóknari að boða einhverjar ákærur í þessum mánuði? Nú er síðasti virkur dagur mánaðarins langt liðinn og ekki frést af neinni kæru frá honum? Hvað er í gangi í þessu gjörspillta landi?


mbl.is Viðbúnaður í héraðsdómi
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 identicon

Vel mælt
Það er líka ótrúlegt að morgunblaðið lepji upp lygar og beri fram sem fréttir. Ég var í réttarsalnum allan tímann og það fyrsta sem ég sá var að 6 lögreglumenn ruddust inn og gripu tvo úr áhorfendasalnum, að því er virðist af handahófi, og drógu þá öfuga út. Ekki sá ég votta fyrir reyk neinstaðar og aldrei hef ég heyrt um þessi meiðsli á þessum blessaða þingverði, enda er ekkert minnst á það í ákæruskjölunum. Hvað er að gerast á þessu landi og hversu lengi ætlum við að sitja hjá og horfa uppá þennan viðbjóð.

Pétur Sigurðsson (IP-tala skráð) 30.4.2010 kl. 12:42

2 identicon

Hjartanlega sammála.

Arnór Valdimarsson (IP-tala skráð) 30.4.2010 kl. 13:55

3 Smámynd: Elínborg

Mér finnst alveg með ólíkindum að horfa upp á þetta! Ég spyr mig og aðra; viljum við búa í svona samfélagi???

Elínborg, 30.4.2010 kl. 18:38

4 Smámynd: Elínborg

Og þakka þér Jón Pétur fyrir góðan pistil.

Elínborg, 30.4.2010 kl. 18:41

5 Smámynd: Jón Pétur Líndal

Sæl verið þið og takk fyrir athugasemdirnar.

Jón Pétur Líndal, 30.4.2010 kl. 18:45

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband