Var mamma hans að skamma hann?
22.4.2010 | 10:51
Þó það sé virðingarvert þegar menn sjá að sér og viðurkenna mistök sín þá held ég að í tilfelli Jóns Ásgeirs Jóhannessonar verði nú fleira að koma til. Hann þarf að leggja öll spilin á borðið og upplýsa þau mál sem að honum snúa. Það er heldur ekki tímabært að gefa út loforð til þjóðarinnar um að gera allt sem í hans valdi stendur til að bæta fyrir mistökin. Kannski verður slíkt helst gert með því að hann komi ekki framar nálægt viðskiptum. Og varla er hægt að taka mark á þessu fyrr en hann hefur lagt fram allar nauðsynlegar upplýsingar til að rekja megi allt fjárstreymi í kringum hann og félög hans undanfarin ár. Hann minnist ekkert á milljarðinn frá Pálma í Fons, hann minnist ekkert á 300 milljarða prívatskuldir fjölskyldunnar eða í hvað þær hafa farið. Hann skýrir ekki hvers vegna yfir 50% af eigin fé allra stóru bankanna var bundið í lánveitingum til félaga hans.
Við fyrstu sýn dettur mér í hug að mamma hans hafi sagt honum að skammast sín og biðja þjóðina afsökunar í staðinn fyrir að halda áfram að vera harður og hortugur. Hún hefur ærna ástæðu til að siða drenginn, hann plataði hana í 64,5 milljarða skuldir eftir því sem marka má af skýrslunni frægu frá rannsóknarnefnd Alþingis.
Missti iðulega sjónar á góðum gildum | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Athugasemdir
Það mætti rassskella hann
Sigurður Haraldsson, 22.4.2010 kl. 14:29
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.