Hefur jafnvel áhrif á kosningar í Bretlandi - Verkamannaflokkurinn að dragast afturúr.

Eins og flestir sjálfsagt vita þá eru það venjulega 2 flokkar sem berjast um völdin í Bretlandi. Nú ber svo við að Verkamannaflokkurinn er að síga verulega afturúr og vafamál að hann verði annar þessara tveggja flokka sem muni berjast um kjósendur á lokasprettinum. Skv. nýrri könnun er flokkur forsætisráðherrans að dragast langt aftur úr bæði Íhaldsflokkum og Frjálslyndum. Ný skoðankönnun sýnir að fylgi verkamannaflokksins er nú um 28% á meðan hinir eru með 30% og 33% fylgi.

Og það er nokkuð víst að áhrif eldgossins í Eyjafjallajökli á flugsamgöngur o.fl. í Bretlandi eru ekki til þess fallin að hjálpa forsætisráðherranum og flokki hans. Það er sama hvaðan vont kemur, það er alltaf látið bitna á ráðamönnum.

http://www.thesun.co.uk/sol/homepage/news/election2010/2936232/Labour-now-in-third-place-shock-Sun-poll-reveals.html


mbl.is Tapa 25 milljörðum á dag
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband