Hrunið er leikskólakennurum að kenna.

Forsetinn sagði ekki ég, forsætisráðherran sagði ekki ég, ráðherrarnir segja ekki ég, seðalbankinn segir ekki ég, fjármálaeftirlitið segir ekki ég, alþingismenn segja ekki ég, bankastjórarnir segja ekki ég, bankaeigendurnir segja ekki ég, endurskoðendur segja ekki ég, aðrir viðriðnir málið segja ekki ég.

Það er alveg ljóst að þetta fjandans fjármálaklúður er allt leikskólakennurum að kenna. Þeir lásu söguna um Litlu gulu hænuna fyrir allt þetta lið. Þar með lauk skólagöngunni. Mér finnst að úr því fólk hættir greinilega að taka eftir í skóla eftir að leiksóla lýkur sé nauðsynlegt að námsskráin þar sé endurskoðuð með það að markmiði að kenna betra siðferði en það sem sagt er frá í Litlu gulu hænunni.

Leikskólakennarar, sýnið ábyrgð og hugsið betur um framtíð barnanna þegar þið lesið fyrir þau. Það getur hefnt sín illa að vanda ekki val á lesefni. Kannski eruð þið með verðandi bisniessmann, bankastjóra eða þingmann, jafnvel ráðherra, í 6 ára deildinni. Athugið þetta. Framtíð þjóðarinnar er í ykkar höndum, í bókinni sem þið lesið fyrir 6 ára deildina.


mbl.is Ólafur Ragnar svarar fyrir sig
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 identicon

Þetta er brilljant greining á vandanum hjá þér

Til hamingju Ísland...

Kári (IP-tala skráð) 14.4.2010 kl. 23:13

2 identicon

Út með litlu gulu hænuna og inn með skýrsluna.

Lúðvík Karl Friðriksson (IP-tala skráð) 15.4.2010 kl. 00:03

3 identicon

ok tek þetta á mig. Hendi helv... Litlu gulu hænunni á morgun þegar ég mæti til vinnu

Drífa Þórarinsdóttir (IP-tala skráð) 15.4.2010 kl. 00:34

4 Smámynd: Ólafur Ingi Hrólfsson

Nauðsynlegt hefði verið í þessari greiningu að nafngreina leikskólakennarann - tel að aðeinn ein kennari komi til greina og það er Gunna - man bara ekki hvar hún vinnur.

Og hún var ekki einu sinni kölluð fyrir .

Þú verður að vinna greiningarnar þína betur.

Ólafur Ingi Hrólfsson, 15.4.2010 kl. 03:58

5 Smámynd: Jón Pétur Líndal

Sæl öll og takk fyrir athugasemdirnar. Já, ég verð að játa að þessi greining er ekki nógu góð, það vantar nafnið á leikskólakennaranum. Og auðvitað ætti ég að setja leikskólann sem hún vann á líka á athugunarlista. Ég er víst ekki að standa mig frekar en opinberar eftirlitsstofnanir. Þetta er nú ljóta klúðrið.

Jón Pétur Líndal, 15.4.2010 kl. 07:00

6 Smámynd: Árni Gunnarsson

Þetta er bara ekki rétt hjá þér Jón minn Líndal og Pétur í þokkabót. Það eru allir búnir að játa, eða flestallir að þeir beri ábyrgð, ja, kannski ekki endilega ábyrgð en ef það komi í ljós þá muni þeir axla ábyrgð.

Geir Haarde upplýsti reyndar að þetta hefði ekki verið honum að kenna því það væri ljóst að stjórnendur bankanna bæru á þessu alla ábyrgð. 

Enginn skilur að þegar menn axla ábyrgð þá fylgja því óþægindi en ekki bara yfirlýsing með hundshaus.

En allir eru þó sammála um að þetta hafi verið bölvað klúður og að svona megi bara ekki gersta aftur- eða helst ekki.

"Hvað sagði presturinn um syndina?" spurði faðirinn barnið sem kom heim úr fermingarfræðslunni. "Hann var á móti syndinni" svaraði barnið.

Þór Saari virtist hafa undarlegan skilning á ábyrgðinni þarna í Kastljósinu. Hann sagði að fjöldi alþingimanna ætti að axla sín skinn og sýna þjóðinni þá virðingu að yfirgefa stofnunina.

Ekki held ég að svoleiðis maður eigi framtíð í íslenskum stjórnmálum.

Árni Gunnarsson, 15.4.2010 kl. 08:11

7 Smámynd: Jón Pétur Líndal

Sæll Árni. Þarna ertu með góða leiðréttingu á mínu máli. Þeir segjast allir munu axla ábyrgð, það er víst alveg rétt. En virðast ekki kannast við að hafa gert neitt rangt eða að hafa sleppt því að gera eitthvað sem rétt hefði verið að gera.

Nú fer í hönd vor afsakana á Íslandi. Ég var að vona að þetta yrði afsagnavor, en ekki afsakanavor.

Jón Pétur Líndal, 15.4.2010 kl. 11:34

8 identicon

Litla Gula Hænan var lestrarbók í grunnskóla....en góð spæling engu að síður....

Alda Björk (IP-tala skráð) 15.4.2010 kl. 13:08

9 Smámynd: Jón Pétur Líndal

Sæl Alda og takk fyrir leiðréttinguna. Ég vissi að þetta var einhvers staðar í almennu námi. En kannski er þetta kennt í öllum deildum Háskólanna líka. Ég held þeir séu nánast allir háskólamenntaðir sem nota þetta núna sér til varnar.

Jón Pétur Líndal, 15.4.2010 kl. 13:11

10 identicon

Þetta er algjör missklningur.  Þetta er allt SÁÁ að kenna.  Það var sÁÁ sem þurrkaði útrásarliðið og þá varð það að koma fíkninni fyrir einhversstaðar og endaði í peningafíkninni.  Við værum betur stödd ef þei hefðu endað í ræsinu með kardó í vasanum.

Torfi (IP-tala skráð) 15.4.2010 kl. 13:59

11 Smámynd: Jón Pétur Líndal

Sæll Torfi. Þetta getur ekki verið rétt hjá þér. Voru ekki alltaf partí og fyllerí í gangi hjá liðinu? Ég trúi ekki að þetta sé vegna ofþornunar.

Jón Pétur Líndal, 15.4.2010 kl. 16:27

12 Smámynd: Jóhanna Thorsteinson

Já, .. ja hérna. Ekki vissi ég að við værum svoona roosaleg stétt..? !

Jóhanna Thorsteinson, 17.4.2010 kl. 01:18

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband