Gefum yfirvöldum 2 daga til að gefa út handtökuskipanirnar.
12.4.2010 | 11:11
Það er nú þegar komið fram þegar varla er liðinn hálftími frá því rannsóknarnefndin byrjaði að kynna skýrsluna að allir stóru bankarnir lánuðu eigendum sínum langt umfram það sem eðlilegt getur talist. Einnig að eiginfjárgrunnur bankanna var að 3/4 hlutum verulega ofmetinn þar sem hann byggðist meira og minna á lánum bankanna til eigenda sinna og annarra sérvalinna aðila sem stuðlaði að óeðlilegu verði hlutabréfanna og fölsun á verðmati bankanna. Fjölmargt annað í svipuðum dúr virðist vera framundan í þessari kynningu sem yfir stendur núna m.v. hið 20 blaðsíðna efnisyfirlit skýrslunnar, þar með talið meðsekt endurskoðenda bankanna sem pössuðu að raunverulega staða þeirra kæmi ekki fram í ársreikningum. Það er því fullljóst af þessari skýrslu sem ég og fleiri hafa haldið fram í meira en ár að þessir bankar voru svikamylla. Þarna var í raun rekin skipulögð glæpastarfsemi sem þarf að ráðast í að uppræta. Allt það ljóta og hneykslanlega sem við höfum heyrt um útrásarvíkinga og viðskiptahætti þeirra undanfarna mánuði virðist skv. skýrslunni í meginatriðum vera rétt.
Nú ætla ég að hvetja Íslendinga til að halda ró sinni yfir þessu um leið og búið verður að setja alla fyrrum aðstandendur bankanna í gæsluvarðhald, sem hlýtur að gerast í dag eða á morgun ef lögregluyfirvöld, saksóknarar og dómarar eru eitthvað að fylgjast með þessari skýrslu.
Skýrslan staðfestir líka það sem ég og fleiri hafa haldið fram að lagaumgjörð um bankareksturinn var meira til að sýnast en til að veita raunverulegt aðhald. Allt regluverkið þarf að smíða upp á nýtt.
Og svo er það getuleysi stjórnvalda og eftirlitsaðila. Ég er ekki búinn að heyra hvort heldur nefndin rekur það til heimsku eða spillingar, en það kemur sjálfsagt fram síðar í kynningu skýrslunnar.
Ágætu Íslendingar, gefið yfirvöldum 2 daga til að gefa út handtökuskipanir á allt bankagengið. Ef það verður ekki gert er engum vorkunn þó allt verði vitlaust í þjóðfélaginu.
Ör vöxtur bankanna orsökin | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Athugasemdir
Ertu 100% viss um að þeir hafi brotið lög?
Bragi Þór Valsson (IP-tala skráð) 12.4.2010 kl. 14:02
Sæll Bragi. Nei, ég er alls ekki 100% viss um það, bara 99,9%. En ég er 100% viss um að rannsóknarhagsmunir og yfirgnæfandi líkur á að þeir hafi brotið lög krefjast þess að þeir séu settir í varðhald á meðan málin eru rannsökuð.
Jón Pétur Líndal, 12.4.2010 kl. 16:13
Las alla pistla sem eg fann-- ferlega góðir
Erla Magna Alexandersdóttir, 13.4.2010 kl. 15:50
Sæl Erla og takk fyrir hrósið. Gott ef einhverjum líkar að lesa þetta.
Jón Pétur Líndal, 13.4.2010 kl. 20:42
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.