Meiri líkur á að gosið færist yfir í jökulinn.

Miðað við nokkuð stöðuga skjálftavirkni undir Eyjafjallajökli eru vaxandi líkur á að gosið ryðji sér leið upp úr jöklinum með tilheyrandi flóðahættu. Það hlýtur að vera ansi líklegt að stöðugur hristingur undir jöklinum leiði að lokum til þess að leið opnist fyrir gosið upp í jökulinn. Sú heppni sem það hefur verið að þetta gos hefur hingað til flætt í rás undir jöklinum að Fimmvörðuhálsi þar sem það hefur komið upp á yfirborðið er engin trygging fyrir því að svo verði áfram. Það þarf að hafa allan vara á vegna þessa goss. Ef það breytir um farveg og kemur upp í jöklinum geta orðið mikil flóð og mikil hætta sem fylgir þeim.

Það er ekki heppilegt hvað menn eru kærulausir varðandi það að þetta sé bara saklaust túristagos. Það er langt frá síðasta þekkta gosi á þessu svæði og litlar heimildir til að byggja á um hvað getur gerst áður en þessu gosi lýkur.


mbl.is Virknin í eldgosinu óbreytt
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 identicon

Langar að benda þér á bloggsíðu Þórs Gunnlaugssonar Heilun og Kærleikur. Maðurinn er magnaður og hafa allar spár hans sl ár ræst.Og samkvæmt þessu er þetta á Fimmvörðuhálsi rétt byrjunin. Ég mundi ekki stíga fæti niður þarna næstu mánuði.

Ragna Birgisdóttir (IP-tala skráð) 3.4.2010 kl. 20:20

2 Smámynd: Árni Gunnarsson

Elskurnar mínar farið nú ekki að spá eldi og brennisteini umfram það sem orðið er. Eigum við ekki að trúa því fremur og vona að þessi hraunkvika sem nú vellur fram hafi losað um spennuna í þessari eldstöð?

Árni Gunnarsson, 4.4.2010 kl. 08:24

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband