Bestu fréttir í langan tíma.
7.3.2010 | 15:12
Þessi ummæli Alistair Darling eru bara bestu fréttir af Icesave sem maður hefur séð lengi. Hann er farinn að skilja að það verður að semja um þetta í bróðerni og af sanngirni. Ég get ekki lesið út úr ummælum hans neina fýlu eða reiði út af niðurstöðu þjóðaratvæðagreiðslunnar. Það væri gaman ef Jóhanna og Steingrímur væru eins jákvæð og Darling.
Og það eru líka mjög góðar fréttir ef Hollendingar eru að herðast í afstöðu sinni til málsins upp að því marki að neita okkur um aðildarviðræður vegna ESB inngöngu. Með því eru þeir nú að fylgja meirihluta Íslendinga að málum og hafa vit fyrir okkar eigin ríkisstjórn. Það eru líka góðar fréttir. Þannig að það er ljóst að þessi þjóðaratkvæðagreiðsla hefur bara komið góðu til leiðar. Hún er ekki marklaus eins og Jóhanna og Steingrímur héldu fram.
Bretar vilja sýna sveigjanleika | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Athugasemdir
Góðu fréttirnar eru sem sagt þær að þetta var alltsaman komið fram fyrir helgi og atkvæðagreiðslan breytir þar engu um.
Gísli Ingvarsson, 7.3.2010 kl. 15:16
Sæll Gísli. Takk fyrir athugasemdina. Reyndar breytir þjóðaraktvæðagreiðslan miklu, því ef málinu hefði aldrei verið vísað í hana, sætum við uppi með lögin frá áramótum og allsherjar klúður út af þessu máli. Umfjöllun um þessa atkvæðagreiðslu og aðdragandi hennar er að sjálfsögðu það sem máli skiptir. Ekki endilega atkvæðagreiðslan sjálf í gær, því úrslitinu voru fyrirsjáanleg fyrir löngu síðan.
Jón Pétur Líndal, 7.3.2010 kl. 15:24
Ef góðu fréttirnar eru að geta ekki átt aðildarviðræður um ESB, þá hljóta næstu góðu fréttirnar vera að EES samningnum verði sagt upp líka.
Já það er best að senda fólk til Norður Kóreu strax, og taka upp viðræður um væntanlegt stjórnmálasamband.
Ragnar Thorisson (IP-tala skráð) 7.3.2010 kl. 15:32
Sæll Ragnar. Það er heimskulegur tímapunktur núna til að ræða um ESB inngöngu. Þegar allt er rassgatinu í efnahagsmálunum og á kafi í pólistíkri spillingu er betra að taka til heima fyrir áður en farið er að ræða um þetta mál.
En það þarf ekki að senda neinn héðan til Norður Kóreu. Við getum bráðum farið að kalla þetta land okkar Norður Kóreu norðursins ef fram heldur sem horfir. Einræðistilburðir, spilling og verðmætatilfærslur frá almenningi til örfárra er það sem við horfum upp á hér. Er þetta ekki nokkurn veginn það sama og í Norður Kóreu?
Jón Pétur Líndal, 7.3.2010 kl. 15:37
He he,
Ég sem hélt að það væri ekki hægt að komast lengra í veruleikafyrringunni, en alltaf er von á góðum.
Ég vona það fyrir þína hönd að þú ert bara að grínast
jóhannes (IP-tala skráð) 7.3.2010 kl. 15:58
Menn trúðu vart sínum eigin eyrum í gærkveldi, þegar um 95% þjóðarinnar var búinn að segja sitt stóra " NEI" - kom Steingrímur fjármálaráðherra í fjölmiðla og sagði hvað um kosninguna ?
Jú, orðrétt.: " MERKILEGT HVAÐ MARGIR SÖGÐU " JÁ" !!!!!!!!!!
Þetta er að komast lengst í VERULEIKAFIRRINGUNNI !!
Kalli Sveinss (IP-tala skráð) 7.3.2010 kl. 16:09
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.