Ríkisstjórnin á ennþá eitt tromp eftir.

Þetta er nú ekki alveg búið spil fyrir ríkisstjórnina. Þó vissulega sé búið að rassskella hana vandlega. Augljósast er að hún fari frá fljótlega og ef þau ætla bara að hjakka í sama farinu áfram er best að þau fari frá strax.

En þau hafa samt eina góða leið til að bjarga sér. Leið sem kemur þjóðinni að gagni, hjálpar upp á fjármálin og vekur traust á ný.

Það er að grípa til alvöru aðgerða.

Ef þeim tækist nú í vikunni að koma sér saman um neyðarlög til að kyrrsetja eignir útrásarvíkinga og aðrar aðgerðir með það að markmiði að endurheimta horfið fé. Þá vinna þau strax mikið traust hjá þjóðinni, um leið og farin er rétt leið til að gera upp við sparifjáreigendur.
Hluti af þessu er krafa á Bresk stjórnvöld og stjórnvöld fleiri ríkja um sameiginlegar aðgerðir til að rekja horfið fé og endurheimta það. Þetta styrkir stjórnina og landið líka mikið út á við í því áróðursstríði sem geisar um það hvort Íslendingar eigi að borga eða ætli að borga o.s.frv.

Svo þarf samhliða þessu að koma fram með alvöru aðgerðaráætlun um endurreisn Íslands fyrir almenning og skjaldborgina frægu sem beðið hefur verið eftir í 13 mánuði. Ísland kemst aldrei á snúning aftur ef hagsmunum fjöldans er fórnað fyrir hagsmuni örfárra.

Einnig þarf að lækka vexti strax niður í 0% og afnema verðtryggingu. Ekki í áföngum heldur með einni kerfisbreytingu, strax.

Að lokum þarf að endurskoða og lagfæra það sem búið er að gera undanfarið ár í fjármálakerfinu og fyrirtækjum útrásarinnar. Eitt af því sem mun koma okkur illa í framtíðinni er ef þessi fyrirtæki fá ekki að fara á hausinn vegna einhverra hagsmunatengsla eigenda þeirra og stjórnmálamanna. Illa rekin fyrirtæki methafa í gjaldþrotum eiga ekki að fá að vaða uppi á markaði áfram til þess eins að eyðileggja rekstrarumhverfi þeirra sem hafa staðið sig sæmilega eða vel.

Þessi þjóðaratkvæðagreiðsla setur stjórnina upp að vegg. Nú ætla ég bara að vona að hún sé nógu þaulsetin og valdasjúk, eins og ummæli Þórunnar benda til, til að gera það sem þarf til að verma ráðherrastólana áfram. Ef ekki verður farið í þessar aðgerðir sem ég legg hér til er augljóst að stjórnin gefst alveg upp á næstu vikum. Það eru engir aðrir kostir en þessir í stöðunni.

Þau þurfa að snúa sér að því að gera það sem rétt er að gera, hætta að gera það sem Bretar og Alþjóða gjaldeyrissjóðurinn segja þeim að gera.


mbl.is Staðan breytt frá því í janúar
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 identicon

Húrra fyrir þér Jón Pétur!!! 

Sannleikur í hverju orði og vonandi að þeir fari að ráðleggingum þínum.

Sigurður Ásgeirsson (IP-tala skráð) 7.3.2010 kl. 15:17

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband