Hreinn meirihluti kosningabærra manna sagði - NEI! -
7.3.2010 | 01:03
Ef þær tölur sem koma fram í fréttinni að a.m.k. 55% kjörsókn hafi verið í dag og um 93,6% af þeim sem kusu hafi sagt nei. Þá sagði hreinn meirihluti kosningabærra manna (um 51%) NEI við lögum ríkisstjórnarinnar.
Það er alveg einstakt að þjóðin sýni svona samstöðu. Þetta gerðist þrátt fyrir að málið væri löngu orðið farsi, veðrið leiðinlegt, ríkisstjórnarforystan gerði lítið úr kosningunni og tæki ekki þátt í kosningunni því þau vissu ekki hvernig þau ætluðu að kjósa og þó þáttakan í kosningum væri aðeins 55-60% af kjósendum á kjörskrá. Þetta er því stórmerkileg niðurstaða. JÁ sögðu aðeins 1-2% af þeim sem kusu sem bendir til að landsmenn séu mun greindari en sumir þingmenn álíta. Eða þá að mjög hár hluti af þessum 1-2% þjóðarinnar starfar á Alþingi, það gæti skýrt þetta mikla frávik frá ætluðum greindarskorti landsmanna.
Nú er næsta spurning á greindarprófi alþingismanna sú, hvort ríkisstjórnin hefur vit á að segja af sér eftir þennan rassskell og boða til kosninga í maí n.k. samhliða sveitarstjórnarkosningum. Ég er algjörlega ósammála þeim sem finnst allt í lagi að þessi ríkisstjórn starfi áfram þegar þjóðin er búin að senda henni til baka með skömm eina málið sem hún hefur lagt einhverja vinnu í á því ári sem hún hefur verið við völd. Þessi ríkisstjórn hefur ekkert gagn gert á sinni valdatíð og gerir ekkert gagn fyrir okkur í framtíðinni heldur. Forystusveit ríkisstjórnarinnar ber heldur ekki með sér að þar sé nægilega öflugt fólk til að búast við einhverjum viðsnúningi í betri átt af þeirra hálfu. Það er algjörlega tilgangslaust að þetta fólk spóli áfram í sama farinu. Við höfum engan tíma fyrir svona ríkisstjórn og ekkert gagn af henni. Við verðum því að losna við þessa ríkisstjórn og boða til kosninga aftur.
Úrslit ekki fyrr en á morgun | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Athugasemdir
Er að velta fyrir mér hvort búið sé að telja utankjöfundar-atkvæði.
Helga Kristjánsdóttir, 7.3.2010 kl. 01:19
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.