Lærum af þessu.

Skrípaleikurinn er auðvitað allur ríkisstjórnarinnar, sem gat nú dregið þess lög til baka fyrir löngu síðan, og sem hefði auðvitað aldrei átt að samþykkja þau heldur. Það er líka skrípaleikur á vissan hátt að meirihluti þjóðarinnar kjósi sér ríkisstjórn sem þjóðin þarf svo sjálf að bæði hysja upp um og rassskella með þessari kosningu.

Vonandi verður þetta heljarklúður nú til þess að kjósendur fari að horfa aðeins út fyrir fjórflokkinn í næstu kosningum. Við í Lýðræðishreyfingunni verðum væntanlega með í næstu alþingiskosningum og vonandi einhverjir fleiri sem hafa fengið nóg af afskriftaflokkunum fjórum. Við höfum ekki gefið upp von um að einhvern daginn kvikni á perunni hjá fólki og það verði til í að kjósa yfir sig nýtt stjórnarfar og meira af alvöru lýðræði. Fólk sem hefur önnur markmið en bara að slá skjaldborg um stjórnmálamenn og fjármálakerfið. Nú er búið að prófa alla gíra á fjórflokknum á stuttum tíma og þetta eru allt bakkgírar. Allavega hefur okkur ekkert þokað fram á við í langan tíma núna undanfarið.


mbl.is Skrítin þjóðaratkvæðagreiðsla
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband