Hér er bara ein kreppa í gangi og framundan, spillingarkreppan.

Samnefni yfir þessa pólitísku kreppu og fjármálakreppu sem um er rætt í greininni er "Spillingarkreppa". Við erum í fjármálakreppu sem við komumst í út af spillingu. Við komumst heldur ekki út úr henni út af spillingu. Spilling er það m.a. þegar stjórnvöld taka sig saman um að gera allt sem þau geta til að bjarga vonlausum og gjaldþrota rekstri og fjármálakerfi með almannafé. Spilling er það þegar stjórnmálamenn setja þá sem eiga öll Íslandsmetin í tapi og sukki og óhófi og græðgi og afskriftum og markaðsmisnotkun og svindli og fjársvikum og svínaríi skör hærra en aðra þegar kemur að því að raða í björgunarbátana í þeirri kreppu sem þessir menn hafa valdið.

Hér á landi verður viðvarandi spillingarkreppa sem birtist m.a. í vonlausum efnahagsaðgerðum og ríkisrekstri. Hún birtist líka í sundurlyndi meðal stjórnmálaflokkanna þar sem allir leggja áherslu á aðgerðir til að bjarga sér og sínum, en skítt með aðra.
Þessi spillingarkreppa verður viðvarandi þar til þjóðin tekur völdin. Það getur hún gert með því að taka upp með harðfylgi beint lýðræði, raunverulegt lýðræði. Þannig ættu almannahagsmunir að verða ráðandi afl, en ekki sérhagsmunir og spilling. Þannig geta Íslendingar náð vopnum sínum aftur. Þannig er hægt að koma á réttsýnu stjórnarfari.

Núverandi skotgrafir stjórnmálamanna skila okkur engu. Þeir sitja hver á sinni gullkistunni og verja hana. Þykjast eiga allt sem þeir komast yfir, hvernig sem að því hefur verið farið. Þetta lið hefur sameinast um það eitt að stela af vinnandi fólki allri raunverulegri verðmætasköpun í landinu. En svo mikil er græðgin að þau geta ekki komið sér saman um hvernig á að skipta ránsfengnum.

Það væri gaman að vita hvaða hagsmuni Steingrímur J. Sigfússon er að verja. Hvað leiðir hann áfram í sínum störfum? Mbl. hélt því fram um helgina að Steingrímur verji einhverja eiginhagsmuni. Þeir ráði afstöðu hans í Icesave og efnahagsmálunum almennt. Ég lýsi eftir nánari upplýsingum um hverjir þessir hagsmunir eru.


mbl.is Tvær kreppur blasa við
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 identicon

Stjórnmálamenn hafa þær einu áhyggjur af spillingunni að komast ekki í hana sjálfir.

Ybbar gogg (IP-tala skráð) 28.2.2010 kl. 20:05

2 Smámynd: Jón Pétur Líndal

Þú ert nú svoldið grænn, goggur. En það talar auðvitað hver fyrir sig. Það virðist enn vera til fámennt lið óspilltra stjórnmálamanna. En þeir eru allavega ekki við völd í þessu landi.

Jón Pétur Líndal, 28.2.2010 kl. 21:57

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband