Angela Merkel er réttsýn kona í stjórnmálum, þurfum svona konur hér.

Það verður að þakka Angelu Merkel fyrir það hvað hún var jákvæð fyrir að kaupa upplýsingar um glæpastarfsemi bankanna í Sviss og þýska glæpanauta bankanna. Með yfirlýsingum sínum nýlega gaf hún yfirvöldum grænt ljós á að fara þessa leið við að ráðast gegn bankaglæpum.

Nú hefur Nordrhein-Westfalen keypt sér upplýsingar sem eiga að geta skilað sér 100 falt til baka eða jafnvel enn betur í Evrum talið.
Þetta er mikilvægt og ánægjulegur áfangi í því að draga úr mafíustarfsemi stórbankanna og siðvæða efnhagskerfi heimsins. En það verður sjálfsagt spyrnt við fótum víða til að halda þessari glæpastarfsemi áfram í friði. Fjölmargir stjórnmálamenn um allan heim eru auðkeyptir í þessu skyni. En vonandi verður þetta frumkvæði Angelu Merkel samt kveikjan að auknum þrýstingi á aðra stjórnmálamenn til að sýna nú smá heiðarleika í þessu. Þetta gefur almenningi líka von um að enn sé hægt að finna óspillta stjórnmálamenn sem eru til í að taka til í rotnandi fjármálakerfi.

Það hefði verið ánægjulegt að hafa stjórnmálamenn af þessu tagi á Íslandi, bæði fyrir og eftir hrun. Hér eru allir valdhafar uppteknir af að verja gjaldþrota fyrirtæki og fjármálakerfi. Hér eru þeir verðlaunaðir mest sem standa sig verst. Þeir sem hafa klúðrað flestu og stolið mestu hafa líka fengið alla björgunarhringana. Þeirra fyrirtækjum þarf að bjarga. Þeir fá að bjarga sínum prívateignum, þeir eru einir hæfir til að halda áfram í viðskiptum. Öllu öðru má fórna til að þessi glæpastarfsemi haldi áfram.

Þvílík synd að við skulum hafa svona spillta og vitlausa stjórnmálamenn. Eigum við Íslendingar þetta virkilega skilið?

En það er fleira sem þetta segir mér um Angelu Merkel. Hún hefur greinilega það góðan skilning á fjármálakerfi heimsins að ég tel það útilokað að hún muni samþykkja að aðstoða Grikkland í gegn um ESB til að bjarga þeim frá greiðslufalli. Hún skilur greinilega að öll fjárhagsaðstoð til Grikklands mun renna beint í svikamillur mafíubankanna. Ef hún samþykkir slíkt væri hún fyrst og fremst að færa sömu glæpamönnunum peninga og hún var að heimila að ráðist yrði gegn með því að samþykkja að keyptar yrðu upplýsingar um ólöglega starfsemi bankanna. Ég veðja á að Angela Merkel hafi skýrari sýn á efnahagsmálin en svo að hún falli í þá gryfju.


mbl.is Keyptu upplýsingar um þýska skattsvikara
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Guðmundur Ásgeirsson

Þessar fjárhagsupplýsingar virðast vera góð fjárfesting fyrir þýzka ríkið. ;)

Guðmundur Ásgeirsson, 27.2.2010 kl. 16:13

2 Smámynd: Jón Pétur Líndal

Sæll Guðmundur. Já þetta margborgar sig. Ekki bara peningarnir sem koma til baka, heldur er þetta líka fyrirbygjandi. Menn sjá aukna áhættu í að fela sig fyrir skattinum ef svona hart er gengið fram í að afla upplýsinga.

Jón Pétur Líndal, 27.2.2010 kl. 16:16

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband