Nauðsynlegt að hækka laun. - Hvað er verkalýðsforystan að gaufa?

Ég styð það algjörlega að flugumferðarstjórar og allir aðrir launamenn fái verulegar launahækkanir.

Málið er að það er nauðsynlegt fyrir alla að laun í landinu hækki. Útgjöld á almenning hafa aukist gríðarlega, bankalán hækkað, skattar hækkað, innfluttur varningur hækkað, vinna minnkað. Eins og menn vita stefnir risastór hópur Íslendinga í þrot fljótlega í þessu ástandi.

Ein besta leiðin út úr þessu er að auka tekjurnar með launahækkunum svo hægt sé að mæta þessum útgjöldum. Um leið vænkast hagur ríkisins, það fær jú sinn skerf af launatekjum í formi skatta.

Það besta er að nú er gott lag til að greiða hærri laun, það er enginn vandi. Það eina sem þarf að gera er að leyfa ofurskuldugum fyrirtækjum að fara á hausinn. Þau eru fjölmörg í öllum greinum. Nú er ríkið að styrkja þessi fyrirtæki með afskriftum á hluta skulda og fákeppnisvernd. Ef ofurskuldugu fyrirtækin fá að fara alveg á hausinn þurfa þau ekki lengur að nota stóran hluta tekna sinna til að borga af vonlausri skuldastöðu. Ef fákeppnisvernd ríkisins er aflétt geta sprottið upp skuldlítil fyrirtæki í öllum atvinnugreinum sem geta í stað þess að okra á þjónustu sinni til að greiða af skuldum, greitt mun hærri laun án þess að þurfa að vera með hærra vöruverð eða gjaldskrár en fyrirtækin sem fóru á hausinn. Þetta er það sem þarf að gera.

Hærri launatekjur auka neyslu, afla ríkinu skatta, koma hinu raunverulega efnahagslífi á snúning aftur, bæta hag almennings. Þess vegna þarf að gera þetta.

Hvar er verkalýðsforystan hangandi úti í horni núna? Vill hún ekkert gera sem er andstætt kapítalisma flórmokstursfrjálshyggjunnar? Það er skrýtið að sú forysta skuli lítið láta í sér heyra á þeim tímum þegar hagur verkalýðsins hefur versnað meira á stuttum tíma en nokkru sinni fyrr.


mbl.is Flugumferðarstjórar hefja undirbúning verkfalls
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband