Dropi í hafið
29.1.2010 | 13:50
Þó þessi jákvæði viðskiptajöfnuður eigi sér líklega enga hliðstæðu í Íslandssögu síðari tíma þá er ekkert gagn að þessu. Til að borga Icesave eitt og sér þyrfti að nota þennan afgang í ca. 10 ár samfellt, til að gera upp opinberar skuldir þyrfti þennan afgang í 40 ár samfellt.
Og til að borga alla 17.000 milljarðana sem krafist er greiðslu á úr þrotabúum útrásarsnillinganna þyrfti þennan afgang í 195 ár.
Ofangreindir útreikningar miðast við að skuldirnar bíði vaxtalausar eftir að greiðslur berist.
Ársvextir af opinberum skuldum eru miklu hærri en þetta. Fjárlagahalli ríkisins er af þessari stærðargráðu. Það er því ekki sjens að þetta geri neitt gagn. Það eru ekki einu sinni líkur á að hægt verði að nota þetta til að greiða eina einustu krónu af höfuðstól erlendra skulda. Fjárlagahallinn og vextirnir éta þetta allt upp og gott betur. Þetta sýnir enn og aftur hve illa nokkrir menn hafa farið með efnahag landsins. Og sýnir líka veruleikafirringu stjórnvalda að halda að það sé hægt að borga það sem þau eru að skrifa undir.
Vöruskiptin hagstæð um 87,2 milljarða | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.