Leiðinlegt hvað fólk á erfitt með að ná yfirsýn yfir mál.
6.1.2010 | 19:58
Ég skil ekki hvað fólk er að æsa sig út af ákvörðun forsetans, hvort sem menn eru með eða á móti. Hann var sjálfum sér samkvæmur og hlustaði á stóran hluta þjóðarinnar sem bað um þjóðaratkvæðagreiðslu.
Það er nú strax farið að finnast á fréttaflutningi fjölmiðla um allan heim að þessi ákvörðun hans var rétt. Í gær var talsverður æsingur og stóryrtar yfirlýsingar út í loftið, aðallega frá fólki sem virðist alls ekki hafa kynnt sér á nokkurn hátt um hvað málið snýst, heldur að það sé verið að neita alfarið að borga nokkuð í þessu Icesave máli. Í dag eru menn að síga til jarðar aftur í umræðunni. Mér sýnist því augljóst að nú er að skapast nýr jarðvegur, nýtt tækifæri, til að vinna þetta mál af einhverju viti.
Ég ætla því að hvetja fólk til að halda ró sinni og leggja frekar lóð á vogarskálar þeirra sem vilja nú gera eina lokatilraun til að semja um þetta mál á raunhæfan og vitrænan hátt. Meira að segja fjármálaráðherrann virðist loksins skilja að hann þarf að fara og ræða málið og að hann hefur ekki frjálsar hendur til að samþykkja allt sem mótaðilarnir óska sér í þessu máli. Þetta er spurning um að semja um viðunandi lausn á vondu máli. Þar verða allir að fórna einhverju en það þýðir ekkert að Íslendingar séu látnir taka á sig meira en þeir ráða við.
Hættið því þessu Facebook fjasi, reynið að skilja hvað er mál og hvað ekki og grípið tækifærið sem forsetinn gaf ykkur til að gera gagn í málinu.
Facebook stríð um forsetann | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Athugasemdir
Ég skil það mjög vel að fólk hagi sér svona....
97% fólks er heimskt sauðfé þannig því miður þarf það að fara í taugarnar á ookkur 3 prósentunum sem sjáum hlutina og lífið í réttu ljósi
I I (IP-tala skráð) 6.1.2010 kl. 20:38
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.