Færsluflokkur: Bloggar
Misvægi í verðþróun, hvað verður um peningana?
28.10.2009 | 08:34
Þessi þróun í Frakklandi, að verðið sem bændur fá fyrir afurðirnar stendur nánast í stað á sama tíma og það hefur hækkað um 20% til neytenda er keimlík því sem orðið hefur víða annars staðar, m.a. á Íslandi.
Mér sýnist að hjá okkur sé verslunin búin að taka í sinn vasa bæði aukna álagningu sem kemur fram í að verðþróun í verslunum til neytenda er allt önnur en til framleiðenda og svo sýnist mér í fljótu bragði að virðisaukaskattslækkunin á matvöru sé líka öll gengin til baka í formi hærri álagningar í matvöruverslunum.
Af hverju gerist þetta? Hlýtur að vera fákeppni, hvernig ætli Bónusfeðgar skýri þetta ef þeir yrðu spurðir? Af hverju eru þeir ekki spurðir?
Af hverju er ekkert gert í þessu? Eiga ekki bæði framleiðendur og neytendur rétt á að milliliðurinn á milli þeirra, smásöluverslunin fái það aðhald að verðmyndum verði eðlileg? Af hverju er ekki svo. Er það ekki fákeppnin og hagsmunatengslin við stjórnmálamenn, gjaldþrota banka, útrásina o.fl.? Ég býst við því. Þarna er verið að mjólka almenning til að fá pening upp í hrunið.
![]() |
Sarkozy veitir bændum 1,65 milljarða evra aðstoð |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
Nei, þetta er röng fullyrðing og rangtúlkaður misskilningur.
27.10.2009 | 12:58
Breyttur hagvaxtarfyrirvari getur ekkert valdið hærri greiðslum í sjálfu sér. En hann getur valdið því að við verðum krafin um hærri greiðslur á hverjum gjalddaga.
Hins vegar er sjénslaust að hægt verði að borga nokkuð af þessu nema með nýjum lántökum aftur og enn. Þess vegna eru það einungis nýjar lántökur þegar kemur að afborgunum sem geta valdið hærri greiðslum. Það verður fróðlegt að sjá hvort menn verða ennþá sólgnir í ný lán þegar að gjalddögunum kemur.
![]() |
Breyttur hagvaxtarfyrirvari getur valdið hærri greiðslum |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
Um heimilisaðstoðarfrumvarpið sem er nýorðið að lögum.
27.10.2009 | 12:24
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (2)
Hvaða vesen er á þessu liði, aðilum vinnumarkaðarins?
27.10.2009 | 09:21
Af hverju ætti stöðugleikasáttmálinn að vera í uppnámi? Er það af því að ekkert af því sem var samið um hefur staðist? Ef svo er þá er það eðlilegt. Ríkisóstjórnin ræður engu, hvorki sjálfri sér eða landsmálum. Það er AGS sem ræður hér ferðinni, allavega um stýrivexti, gengismál, erlendar skuldir, gjaldeyrishöft, skattahækkanir, launalækkanir og annan niðurskurð. Þessi sáttmáli er því auðvitað ólöglegur, því aðilar vinnumarkaðarins sömdu ekki við raunverulega valdhafa í landinu. Og þá þýðir ekkert að vera að röfla núna og þykjast hissa á að viðsemjandinn standi ekki við sitt. Menn geta bara sjálfum sér um kennt, að semja við umboðslausar undirtyllur. Ég segi umboðslausar undirtyllur, því ríkisóstjórnin hefur bara umboð frá þjóðinni til að fara eftir fyrirskipunum AGS. Og svo skiptir heldur engu þó samningnum verði sagt upp eða boðað til verkfalla. AGS mun koma og siða ykkur til eins og þarf svo að þeir fái borgað, þeir hirða allt kjötið af beinunum en aðilar vinnumarkaðarins geta svo gelt eins og hundar og slegist um beinin.
Á einfaldara máli þýðir þetta að AGS, með skilaboðum í gegn um ríkisóstjórnina, mun upplýsa aðila vinnumarkaðarins fljótlega um hve mikið þarf að lækka launin og hækka skattana, svo þurfið þið að koma ykkur saman um hvernig verður farið að því.
En svo er líka spurning um hvort nokkuð þarf að segja þessum stöðugleikasáttmála upp. Hér ríkir stöðugur óstöðugleiki og er það ekki stöðugleiki í sjálfu sér? Stöðugleiki er væntanlega rauði þráðurinn í stöðugleikasáttmálanum. Verið nú jákvæð og horfið á björtu hliðarnar á þessu þó fáar séu!
![]() |
Stöðugleikasáttmálinn í hættu |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
Afrekaskrá.
27.10.2009 | 02:31
Hér tel ég upp nokkur verkefni sem ríkisstjórnin hefur sett á "hold" eða í einhvers konar uppnám með aðgerðum sínum og fyrirætlunum undanfarið.
Aflþynnuverksmiðja í Eyjafirði. Stækkun í uppnámi út af orkuskatti.
Álver við Húsavík. Stopp.
Álver í Helguvík. Tafir.
Kísilflöguverksmiðja í Reykjanesbæ, Stopp.
Gagnver í Reykjanesbæ. ?.
Gagnaver við Blönduós. ?.
Gróðurhúsaræktun önnur en kannabis. Uppnám út af orkuskatti.
Álverið í Straumsvík. Óljósar kjaftasögur um lokun bráðum út af orkuskatti.
Mannvit, verkfræðistofa, vann að 7 verkefnum sem öll hafa verið stoppuð af.
Burtséð frá því hvað mönnum finnst um tiltekin fyrirtæki í þessu, þá eru það allavega ekki uppbyggileg áform hjá ríkisstjórninni að bregða fæti fyrir allar stærri framkvæmdir og uppbyggingu sem í bígerð er í landinu á þessum blankheitatímum.
![]() |
Í bið vegna orkuskatts |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
Úff.
27.10.2009 | 01:38
![]() |
Hræódýr í framleiðslu en malar gull |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Bloggar | Breytt s.d. kl. 01:39 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
Ungar konur og gamlir kallar.
26.10.2009 | 19:59
Þetta eru ekki nýjar fréttir. Það hefur lengi tíðkast, allavega eins langt aftur og sögur ná, að ungar greindar konur ná sér í gamla kalla, sérstaklega ef þeir eru vel stæðir. Og við þekkjum það auðvitað vel hér á Íslandi að jafnvel forríkar konur ná sér í gamla ljóta íslenska kalla ef þær fá út úr því eitthvað sem erfitt er að fá fyrir peninga eins og t.d. aðgang að valdamönnum heimsins og þjóðhöfðingjamakatign.
En ég veit nú ekki hvort hjónabandið er alltaf farsælt í öllu tilliti þó allir séu að tryggja sér ákveðna hagsmuni og geti a.m.k. verið ánægðir með það.
![]() |
Mælt með að konan sé yngri og klárari |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Bloggar | Breytt s.d. kl. 20:00 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (4)
Asninn og gulrótin.
26.10.2009 | 13:04
Ég er auðvitað sammála því að AGS er að fremja hér efnahagsleg hryðjuverk. Það er bara þeirra siður að vaða í hlutina af hörku og láta sig litlu varða aðra hluti en þá sem þeirra tilvera snýst aðallega um, að innheimta skuldir.
Það sem er verst hér á landi er asnaskapur stjórnvalda og algjör aumingjaskapur og undirlægjuháttur gagnvart þessum sjóði. Menn eru stöðugt að skrifa undir nýjar skuldbindingar sem eiga að leysa okkar vanda. Og gulrótin sem er fyrir framan stjórnvöld er alltaf sú að í næstu viku verði mál Íslands tekið fyrir hjá AGS og að þá fari stóra lánið að koma. Þannig hefur þetta gengið síðan í febrúar s.l. þegar okkar mál átti að taka fyrir. Því var frestað og frestað og frestað og frestað og frestað og frestað nokkrum sinnum í viðbót þangað til núna. Nú segir ríkisstjórnin að þetta verði tekið fyrir, ekki á morgun, heldur hinn. En málið er ekki enn komið á dagskrá AGS þannig að líklega verður því enn frestað.
Og hvaða ástæður hafa verið fyrir þessum frestunum, jú, stjórnmálaástandið ótryggt, kosningar framundan, ný ríkisstjórn, fjárlagagerð, niðurskurður á fjárlögum, skattahækkunarþörf, afgreiðsla Icesave, fyrirvarar við Icesave, afgreiðsla Icesave aftur og ýmislegt fleira sem ég man ekki nákvæmlega.
En nú er þetta allt afgreitt og asninn vonar að nú nái hann gulrótinni, stóra láninu frá AGS. Hann skilur greinilega ekki að gulrótin er alltaf jafnlangt í burtu og hann fær hana aldrei, þegar asninn hefur lokið sínu starfi verður það AGS fyrir hönd sinna umbjóðenda sem étur gulrótina. Fáist lánið verða það erlendir lánadrottnar sem hrifsa það frá Asnanum á hálftíma og greiða sjálfum sér upp sín lán á Íslandi með þessari gulrót. En asninn liggur eftir vinnulúinn og svangur með enga gulrót en fullt af skuldum, kannski skömmustulegur út af asnaskapnum.
![]() |
Segir AGS stunda hér efnahagsleg hryðjuverk |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Bloggar | Breytt s.d. kl. 13:08 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
Það er mikið talað um hvernig Íslendingar geti borgað Icesave og allt hitt sem ríkisóstjórnin er að skrifa undir fyrir vini sína í útrásinni og bönkunum.
Þegar skuldabagginn stækkar er þolmörkum stöðugt breytt.
T.d. var fyrir nærri ári síðan talið að skuldaþol ríkisins gæti numið um 160% af landsframleiðslu, svo hækkaði þetta viðmið í um 200% og síðan í um 240% og nú stefnir í að skuldirnar stefni í yfir 300% af landsframleiðslu og enn er skuldaþolinu breytt þannig að þetta verði í lagi, allt til að menn haldi áfram að skrifa undir.
Nú er það líka svo að landsframleiðslan, hvort sem hún er verg, eða ekki, er hugtak sem oft er notað, en fáir vita almennilega hvað er, þetta er sem sagt frekar loðið hugtak og flestir geta sætt sig við þessar tölur af því þeir skilja hvort sem er ekki hvað þær þýða.
Þess vegna ætla ég að reyna að skýra betur skuldabaggann og setja hann í samhengi við auðskiljanlegar hagstærðir.
Skv. umræðunni undanfarið virðast skuldir og skuldbindingar ríkisins stefna í a.m.k. þrjú þúsund milljarða króna og kannski nær 4 þúsund eða jafnvel enn meira. Þetta fer aðallega eftir því hvenær víxileyðublöðin verða búin og ekki hægt að skrifa undir meira.
En allavega 3 þúsund milljarðar, það er varlega áætlað.
Svo má bera þetta saman við öll útborguð laun í landinu. Skv. upplýsingum Vinnumálastofnunar eru nú 155644 einstaklingar á vinnumarkið á Íslandi með vinnu. Skv. lauslegri athugun á netinu virðast útborguð meðallaun vera eitthvað um eða rétt yfir 200 þús. kr. á mánuði eða um 2,4 milljónir á ári.
Sé þetta margfaldað saman má sjá að greidd heildarlaun í landinu eru um 374 milljarðar á ári. Og þetta er það sem hægt er að taka af fólki með skattahækkunum. Meira er ekki hægt að taka, og nóta bene, þá er líka ekki verið að tala um að borga út nein laun. Ef bara væru tekin 50% af útborguðum launum, þá væru það um 187 milljarðar, sem dugir ekki einu sinni til að loka fjárlagagatinu, hvað þá til að borga meiri vexti og afborganir af Icesave og öðrum víxlum sem er verið að fjölfalda um þessar mundir.
Skuldir ríkisins eru sem sagt a.m.k. 8 sinnum meiri en landsmenn fá útborgað í vasa sína á ári.
Og eins og ég sagði er ekki hægt að ná meiru inn. Það þýðir ekki að skattleggja gjaldþrota fyrirtæki, og það virðist ekki vera vilji til að sækja neitt til landflótta bankaræningja. Staðan er því vonlaus og hvað sem öllum fullyrðingum hagfræðinga og stjórnmálamanna líður þá er ríkissjóður nú þegar gjaldþrota. Þessa staðreynd þarf að viðurkenna og hætta að óska sér annars, því þetta er veruleikinn. Þegar öll verðmætasköpun landsins dugir ekki, þó allir vinnandi menn afsöluðu sér öllum launum sínum til ríkissjóðs og það dugir ekki til að standa undir víxlafylleríinu, þá er ríkissjóður gjaldþrota.
Og þetta er staðan nú þegar. Ríkið er gjaldþrota. Það getur aldrei borgað allt sem búið er að skrifa undir. 2007 bankahagfræðin og AGS hafa tekið völdin af ríkisstjórninni.
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
Sýnið nú skynsemi og hættið þessari Icesave vitleysu.
23.10.2009 | 13:03
Heyrði þessa vísu um Icesave og AGS og stjórnarfarið í gærkvöld.
Icesave ekki borga á,
og AGS ekki stjórna má.
Því ef svo fer,
þá fer sem fer,
og fer allt til fjandans hér.
![]() |
Icesave til fjárlaganefndar |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Bloggar | Breytt 24.10.2009 kl. 00:15 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)