Færsluflokkur: Bloggar
Ekki rétt að kenna árásinni einni um þetta.
13.11.2009 | 09:11
Skv. þessari frétt eru allt að 70 þús. Bandaríkjamenn í hættu vegna starfa sinna á rústasvæði World Trade Center í New York. Það er vissulega sjokkerandi tala en mér finnst nú samt ekki rétt að kenna hryðjuverkaárásinni einni um þetta. Grunnorsökin er sú að efnin sem notuð voru í byggingarnar eru svo eitruð að þau valda krabbameini við ákveðnar aðstæður. Þetta virðist eiga við um asbestið og etv. fleiri efni sem notuð voru í byggingarnar.
En það kemur nú fyrir að byggingar hrynja, eða eru brotnar niður, eða brenna til grunna, og þá skapast gjarnan sambærilegar aðstæður fyrir þá sem að þeim verkum koma, hvort sem það eru slökkviliðsmenn, verkamenn eða aðrir.
Það er líklega fyrst og fremst hinn mikli fjöldi manna sem starfaði í rústum WTC sem dregur fram í dagsljósið þessi eitruðu byggingarefni. En ég efast ekki um að vandamálið er undirliggjandi vítt og breitt um Bandaríkin og þó víðar væri leitað. Það væri full ástæða fyrir byggingar- og borgaryfirvöld víða um heim að láta taka betur á notkun eitraðra og hættulegra efna við mannvirkjagerð svo svona aðstæður eins og komu upp í New York þurfi ekki að vera eins bráðhættulegar og þar hefur sannast.
![]() |
Óttast veikindi björgunarmanna |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
Tapið af útrásinni, fyrstu tölur.
13.11.2009 | 01:58
Ég hef dundað mér við það í meira en klukkutíma að googla upp upplýsingar um tap ýmissa þekktra útrásaraðila. Þetta tók ég saman í töflu sem fylgir hér með ásamt tilvísun í heimildir þær sem byggt er á. Allar tölur afrúnnaðar á heilan milljarð, það tekur því ekki að nefna minni tölur en það.
Það sem vakti mesta athygli hjá mér var svo tala sem fylgir hér með til samanburðar, en það er verðmæti Íslands, skv. fasteignamati. Þegar þetta tap er borið saman við verðmæti landsins eins og það leggur sig þá er tap útrásarinnar tvöfalt meira en verðmæti landsins og 917 milljörðum betur. Þó skal það tekið fram að taplistinn er langt í frá tæmandi en þó tel ég að a.m.k. þrjú stærstu töpin séu á listanum, vona allavega að svo sé. Þetta tap, að tapa verðmæti alls Íslands tvisvar sinnum og rúmlega það skýrir kannski að einhverju leiti af hverju traust á okkar bisnissmönnum hefur minnkað talsvert bæði hér heima og erlendis.
Fyrirtæki | Milljarðar | Heimild. | |
Kröfur í Baug. | 317 | Skv. fréttum skiptastjóra. | |
Tap Exista | 306 | Skv. fréttum af uppgjöri | |
Þrot gamla Glitnis | 2.430 | Mat Moodys. | |
Tap gamla Landsbanka | 2.870 | Hagsjá Landsbankans 22.6.2009. | |
Þrot gamla Kaupþings. | 2.600 | Mat Moodys. | |
Tap Straums | 125 | Umreikn. í ísl. krónur skv. frétt mbl.is 9.3.2009 | |
Tap Stoða | 210 | AMX7.4.2009 | |
Fyrirsjáanlegt tap v. 1998 | 48 | AMX 1. nóv. 2009. | |
Tap Samsonar | 78 | Eignir um 2,3 millj. skuldir um 80 millj. mbl.is 24.7.2009 | |
Tap Eglu | 7 | Skv. beiðni um nauðasamning. | |
Gjaldþrot Langflugs | 14 | DV 24.8.2009. | |
Gjaldþrot Sjóvár. | 30 | Rúv 16.7.2009 | |
Tap Giftar | 30 | DV 28.11.2008 | |
Þrot Fons | 10 | Mbl. 30.4.2008 | |
Gjaldþrot Milestone | 75 | Amx 7.4.2009 | |
Félög Magnúsar Ármann | 24 | Amx 7.4.2009 | |
Þrot Björgólfs Guðmundssonar | 96 | Margar fréttir. | |
Þrot Magnúsar Þorsteinssonar. | 1 | Margar fréttir | |
Icebank | 100 | Pressan 15.10.2009 | |
SPM | 15 | Mbl. 4.7.2009 | |
SPRON | 25 | Vísir 28.4.2009, ályktað út frá uppl. í frétt. | |
Tap samtals | 9.411 | ||
Verðmæti Íslands komplett. 4.247 milljarðar. Skv. Fasteignamati 1.1.2009.
| |||
Hér á myndinni er svo hluti af þeim hópi sem hefur tapað Íslandi tvisvar og rúmlega það. Tekið skal fram að myndin er alls ekki tæmandi. Og heldur ekki tapið eða listinn yfir þau félög sem á bak við það standa. Myndin er paintud upp úr googluðum myndum af netinu. |
Bloggar | Breytt s.d. kl. 09:25 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
Bólusetning að kostnaðarlausu, hvað býr undir þessu tilboði?
12.11.2009 | 21:40
![]() |
Bólusetning án endurgjalds |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (8)
Flensan að deyja út?
12.11.2009 | 21:24
Það stefnir allt í að þessi svínaflensa lognist út af áður en allt bóluefnið kemur til landsins. Líklega verður því bara fleygt eftir allt saman. Maður er farinn að fá á tilfinninguna að þessi svínaflensa hafi verið hönnuð af bóluefnisframleiðendum, allavega hafa þeir notið þess hve vel hún hefur verið auglýst. Þeir eru búnir að hafa brjálað að gera og stórgræða á þessari flensu. Ég held þetta sé eini iðnaðurinn sem hefur blómstrað á heimsvísu þetta árið.
En kannski er þessi svínaflensa bara komin með ógeð á svínslegu ástandinu á Íslandi og hefur ákveðið að flýja land eins og hluti þjóðarinnar hefur þegar gert og fleiri ætla að gera á næstunni.
En úr því að svínaflensan er á förum þá getur fólk aftur farið að einbeita sér að alvarlegra máli, sem er krónísk óráðsflensa ríkisstjórnarinnar og elliærleiki.
Þetta virðist vera alveg ólæknandi ástand sem allt ætlar að drepa í landinu. Ég vil leggja til við landlækni að nú þegar umsýslunni út af svínaflensunni er að ljúka að þá leggi hann inn pöntun á drjúgum skammti af sannleiksdropum og greindaraukandi pillum fyrir ráðamenn og sjái til þess að þeir fái sinn skammt af þessu hvorutveggja. Ef ekkert er gert til að koma þessu fólki til hjálpar mun stutt í að landlæknisembættið og margt fleira verði lagt niður í sparnaðarskyni og fjárveitingar sem áður fóru í þetta embætti verða í framtíðinni notaðar til greiðslu bankaskaðabóta um heim allan. Það er því til nokkurs að vinna fyrir landlæknisembættið að skaffa nú þessi nauðsynlegu lyf í hvelli.
![]() |
Færri greinast |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (1)
Stórkostleg mistök að framlengja greiðslustöðvun.
12.11.2009 | 13:03
Ég sá það fullyrt í blöðunum í morgun og tek undir það að það borgi sig aldrei að taka yfir fyrirtæki og reyna að bjarga þeim, þegar þau eru tæknilega komin í þrot. Slík yfirtaka og björgunaraðgerðir leiði alltaf til þess að tapið verði að lokum meira en ella. Besta leiðin sé að láta fyrirtækin fara í þrot. Þetta var haft eftir gamalreyndum bankamanni úr íslenska bankakerfinu.
Nú kalla ég bara eftir því að þessi skynsamlega afstaða verði látin ráða um framtíð bankanna eins og annarra fyrirtækja. Það er augljóst að fjárausturinn í björgunaraðgerðir bankanna er búinn að vera gífurlegur og auka mikið við það fé sem er að tapast. Og enn óttast maður að haldið verði áfram á sömu braut, að reynt verði að tapa enn meiri peningum á þessu bankahruni með því að framlengja greiðslustöðvun og ausa enn meira fé í þetta.
![]() |
Greiðslustöðvun að renna út |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
Orkuveitan er búin að sukka allt of lengi.
12.11.2009 | 12:39
![]() |
Lánshæfi OR í ruslflokki |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Bloggar | Breytt s.d. kl. 12:54 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (1)
Fæðingarorlof aldarinnar.
11.11.2009 | 21:30
Fæðingarorlof þingflokksformanns VG er sennilega fæðingarorlof aldarinnar á Íslandi, því með því verður stjórnin líklega einu atkvæði nær að samþykkja Icesave samninginn. Nú þarf bara að koma Ögmundi og Lilju Mó. í einhvers konar fæðingarorlof líka. Þá er öruggt að fæðast mun þessi Frankensteinættaði Icesavesamningur sem hinir gömlu aðdáendur Frankensteinhugmyndafræðinnar, þau Svavar Gestsson, Steingrímur Sigfússon og Jóhanna Sigurðardóttir, eru búin að berjast við að leggja á þjóðina eins og álög.
Hefðu menn nú bara skilið að "Minn tími mun koma" væru áhrínsorð um að tími Frankensteinkynslóðarinnar rynni aftur upp á Íslandi, þá hefði sennilega ekki verið beðið með svona mikilli eftirvæntingu eftir að þessi spá rættist.
![]() |
Ólafur Þór sest á þing |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
Gott að þetta var ekki strákur á stuttum kjól.
11.11.2009 | 17:36
![]() |
Rekin fyrir að vera í of stuttum kjól |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
Þurfum hliðstætt kerfi fyrir stjórnmálamenn og aðra fyrirmenn.
11.11.2009 | 17:18
Það er auðvitað ágætis mál ef það er eitthvað vit í að umhverfisvotta Ísland. En ef þetta er raunhæft, hugsið ykkur þá bara hvað væri hægt að gera með því að sótthreinsa og gæðavotta stjórnmálamenn og helstu athafnamenn landsins. Þar er virkilega óplægður akur fyrir vottunarséní og gæðagúrúa.
Ef það tækist nú að koma á almennilegu kerfi á þessu sviði myndi kannski eitthvað breytast. Svona vottunarkerfi gæti t.d. tekið til eftirfarandi þátta.
Ættartengsl og önnur vensl í stjórnmála og athafnalífinu.
Eignatengsl og krosseignatengsl í athafnalífinu.
Ógreiddir vinargreiðar vegna vina í athafnalífi og stjórnmálum.
Fjárstuðningur við stjórnmálasamtök.
Vinna við samkeppnishindranir.
Vinna við markaðsmisnotkun.
Eignarhald á fjármálastofnunum.
Málpípur annarra.
Og margt má fleira telja.
Með svona gæðakerfi væri hreinlega hægt að búa til tékklista fyrir stjórnmálamenn og athafnamenn. þetta mætti nota fyrir kosningar til að kjósendur geti áttað sig á hvort nýjir frambjóðendur séu líklegir til að vera framför frá þeim gömlu eða ekki. Og þetta mætti líka nota í viðskiptalífinu til hins sama. Það væri gaman að sjá einhvern fagmann útfæra þetta aðeins lengra.
![]() |
Ísland verði umhverfisvottað |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
Þar féll hann í ónáð hjá kommúnistastjórninni.
11.11.2009 | 16:16
Það gengur nú ekki að ráðgjafi ríkisstjórnarinnar í efnahagsmálum sé að skamma vinnuveitanda sinn fyrir rugl og hringlandahátt og spillingu og aumingjaskap. Nú hlýtur Mats Josefsson að vera fallinn í ónáð hjá kommúnistastjórninni. Ég hef það allavega frá Gróu á Leiti að sést hafi til Steingríms J. vera að æfa rassaspark á fjallgönguskónum áðan, þannig að sennilega munum við fyrir vikulokin sjá skófar Steingríms aftan á herra Josefsson.
Og ég býst ekki við að leitað verði til Svíþjóðar eftir fleiri ráðgjöfum fyrst þessi gefur engin önnur ráð en að fá ríkisstjórn sem er ekki kolrugluð og getur gert eitthvað. Það verður gaman að sjá hvert verður leitað næst til að finna ráðgjafa sem getur stutt við þessa ríkisstjórn í gagnsleysi sínu og spillingu, kafla II.
![]() |
Josefsson gagnrýnir seinagang stjórnvalda |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (2)