Færsluflokkur: Bloggar
Það þarf fleiri takmarkanir, t.d. á veðsetningarhlutfall.
24.9.2010 | 13:48
Það þarf að fara í naflaskoðun á veðlánum. Það er ekki nóg að núna sé sett tímabundið þak á verðbætur. Samt er það gott, það dregur t.d. úr mögulegum áhrifum sólgoss á verðbótahækkun húsnæðislána á Íslandi, það dregur úr áhrifum skógarelda í Rússlandi á verðbótahækkun húsnæðislána o.s.frv.
En sanngjarnast og eðlilegast væri að setja líka þak á veðsetningu, tengja hana lánshlutfalli. Þannig að þegar lánað er fyrir 50% af kaupverði eignar, þá fái bankinn til tryggingar 50% af eigninni, ekki 100% eins og í dag. Og þegar lánað er fyrir 80% fái bankinn 80% veð í eigninni, o.s.frv. Þetta er mjög eðlilegt og sanngjarnt. Einhver kann að segja að þetta sé bara vitleysa og ekki hægt, en í núverandi fyrirkomulagi hafa bankarnir verið að mismuna viðskiptavinum. Þeir hafa lánað sumum 90-100% af kaupverði gegn 100% veði, þeir hafa lánað öðrum t.d. 50% gegn veði í allri eigninni, þar er í raun verið að taka tvöfalda tryggingu samanborið við 100% lán gegn 100% veði. Og úr því það hefur verið hægt að lána sumum gegn veði sem er sama hlutfall kaupverðs og lánið, þá hlýtur að vera hægt að gera þetta í öllum tilvikum. Með þessu má segja að húseigandinn hafi veð fyrir sínu framlagi til eignakaupanna, því ef hann leggur fram t.d. 30% við kaupin, þá er 30% hlutur í íbúðinni óveðsettur, hann á þann hlut sem sagt til tryggingar fyrir sínu framlagi, hefur veð fyrir því sjálfur. Og þannig mundi hagur beggja aðila lánasamningsins verða jafn gagnvart sveiflum á fasteignaverði. Báðir tapa hlutfallslega af sínu framlagi til kaupanna í stað þess að húseigandinn tapi alltaf sínu öllu fyrst, svo fari bankinn kannski að tapa ef hann hirðir þá ekki eignina áður en að því kemur eins og er í dag.
Sjá einnig síðustu færslu um sama mál.
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
Þarf líka þak á veðsetningu.
24.9.2010 | 13:26
Það er skynsamlegt að setja þak á verðbætur eins og HH leggja til. Þannig að bankarnir verði að einhverju leyti látnir standa við verðbólguspár sínar upp á ca. 2,5% sem virðist hafa verið standarspá hjá þeim þó þær væru bak við tjöldin í gróðabralli sem gat ekkert annað en valdið miklu meiri verðbólgu. Þannig eru bankarnir látnir taka smá ábyrgð á eigin verkum.
En það þarf lika að huga að því að setja þak á veðsetningu. Þannig að ef banki lánar t.d. 50% af kaupverði eignar, þá fái hann til tryggingar 50% eignarhlut í fasteigninni sem lánað er út á. Ef bankinn lánar fyrir 80% af verði fái hann 80% veð o.s.frv. Þetta mundi heldur betur gera útlánastefnuna ábyrgari, þegar ekki er lengur hægt að lána út á það að hafa alltaf miklu meiri tryggingar í byrjun en sem nema láninu. Og ef illa fer, t.d. þegar bankarnir keyra upp einhverja svikamillu sem snýr öllu efnahagskerfinu á hvolf eða grefur undan húsnæðismarkaði þá tapa báðir aðilar lánasamningsins jafnt. Bankinn tapar á sínu í hlutfalli við það hvernig fasteignaverð þróast og húskaupandinn tapar líka í hlutfalli við þróun fasteignaverðs. En í dag er þetta hins vegar þannig að fyrst tapar húseigandinn öllu, svo fer bankinn fyrst að tapa eftir það.
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
Sólgos sem lamar orkukerfi og fjarskiptakerfi heimsins um langan tíma mun valda gríðarlegri verðbólgu á Íslandi.
Olíuhreinsunarstöðar munu lamast.
Uppskera mun eyðileggjast.
Samgöngur verða fyrir miklum truflunum.
Raftæki skemmast.
Framleiðslufyrirtæki verða fyrir rekstrartruflunum.
Allt mun þetta valda aukinni eftirspurn og minna framboði af ýmsum nauðsynjahlutum. Afleiðingin verður gríðarlegar verðhækkanir á ótal vörum, sem munu svo trekkja upp verðbólguna á Íslandi með viðeigandi afleiðingum.
Skyldi ríkisstjórn Íslands ætla að bregðast við þessum ógnunum við almenning í landinu? Auðvitað veit enginn hvenær svona sólgos verður, þó reynt sé að spá fyrir um þau eftir því sem líkindi þykja til.
Það þýðir því ekkert fyrir ríkisstjórnina að búa til risastóra sólhlíf eða eitthvað svoleiðis til að verjast þessu sólgosi. En kannski væri ráð að huga að verðtryggingunni, að finna aðra aðferð til að reikna verðmæti lána en að tengja þau sólgosum. Þannig má minnka áhrif sólgossins þegar að því kemur.
![]() |
Jörðin gæti myrkvast |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
Allt í rugli á Alþingi og sérstaka hjá VG.
21.9.2010 | 16:01
Auðvitað er Alþingi kolfallið á öllum prófum, það má orða það þannig. Þar eru bara skussar og pólitískir slagsmálahundar. Á Alþingi virðist enginn standa upp úr, það er enginn leiðtogi, enginn sem mark er tekið á.
Enda er Alþingi að rífast um pólitískar ákærur á samflokksmenn sumra og andstæðinga annarra.
Það er alveg búið að gleyma þeim sem hirtu peningana, tæmdu bankana. Það er enginn að tala um að ákæra þá. Hverjir voru það nú aftur? Skyldu þeir nú hlægja að upplausninni á Alþingi?
Það verður að taka bankaræningjana fyrir fyrst, ákæra þá og dæma eða sýkna eftir atvikum. Ef í þeim málum kemur í ljós eitthvað óeðlilegt hjá ráðherrum og þingmönnum varðandi bankaránin, landsránið, þá er kannski rétt að draga ráðherra fyrir landsdóm í framhaldinu.
En fyrst verður að taka fyrir bankaræningjana.
Hvað eru VG og þingmannanefndin að fela eða fara með því að leggja þessa ofuráherslu á landsdóm núna áður en nokkur maður hefur verið dæmdur vegna bankaránanna? Af hverju er verið að beina athyglinni og sökinni að ráðherrum einum saman þegar öllum er þó fullljóst að ekki stálu þeir peningunum? Mér finnst nú Atli Gíslason drulluslappur lögmaður af þessari málsmeðferð að dæma og rétt mátulegt að hann fái þetta rugl í hausinn aftur.
![]() |
Ræða Jóhönnu mikil vonbrigði |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Bloggar | Breytt s.d. kl. 16:04 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (1)
Hvað má þá vesalings nunnan gera?
16.9.2010 | 14:48
![]() |
Ólétt nunna bönnuð í auglýsingu |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (1)
Bófarnir stikkfrí á meðan þingmenn eru uppteknir af sjálfum sér.
14.9.2010 | 18:52
Nú hlakkar líklega í bankaræningjunum. Það er búið að finna alþingismönnum eitthvað að gera sem dregur athyglina frá aðalskúrkunum sem mestu ollu um bankahrunið á Íslandi og ófarir Íslands. Hvað skyldu nú ræningjarnir eiga stóran þátt í þessari sýningu? Eru fjölmiðlar og þeir stjórnmálamenn sem standa fyrir þessu áhlaupi á fyrrv. ráðherra að vinna fyrir bankaræningjana eða almenning?
Alþingi er nú upptekið af sjálfsskoðun og hörku pólitík um hvaða pólitíkusa eigi að draga fyrir Landsdóm og hverja ekki. Á meðan þarf ekki að óttast að þingmenn beiti sér fyrir aðgerðum gegn bankaræningjunum sjálfum, þeim mönnum sem tæmdu bankana undir sinni stjórn og með því m.a. að plata stjórnmálamenn og ráðherra.
Í staðinn fyrir að láta plata sig fá ráðherrarnir nú alla athyglina og umræðu um hvort draga eigi þá fyrir landsdóm vegna aðgera eða aðgerðaleysis mánuðina fyrir hrunið.
En í staðinn fyrir bankaránið fá bankaræningjarnir nú frið í bili úr því að búið er að stilla nokkrum ráðherrum upp fyrir pólitíska aftökusveit.
Mér finnst mikil skítalykt af því alþingismenn eru duglegir við að gera ekki neitt nema að standa í pólitískum vígaferlum. Úr þeirri áttinni er ekkert verið að pota í efnahagslega hryðjuverkamenn Íslands, það er ekkert verið að hjálpa almenningi á lappirnar eftir hrunið. En nú er þrasað um það á þingi hvaða pólitíkusun sé helst um að kenna að illa fór. Mér sýnist að það sé augljóst að það er nokkurn veginn jafn mikið öllum að kenna nema VG. En það er hins vegar að verulegu leyti á ábyrgð VG að ekkert er gert til að taka á bófunum núna og þar með eru VG að verða alveg jafn illa sekir um vanrækslu og allir hinir. Þannig að þess vegna má draga allt heila klabbið fyrir Landsdóm. En það breytir ekki því að Landsdómur tekur ekkert á bankaræningjunum sjálfum. Þeir virðast vera stikkfrí í bili, en eru þó þeir sem ættu að vera komnir í steininn, allir með tölu, nú þegar.
![]() |
Umræðu líklega frestað á morgun |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
Þá verður íslenskan okkur dýr.
13.9.2010 | 00:42
Það er mikið áfall fyrir Íslendinga ef bankaræningjarnir út Glitni geta fengið málum skilanefndinarinnar á hendur þeim vísað frá dómi í New York vegna þess að þeir tala bara íslensku, eru svo lélegir í ensku að þeir geta ekki varið sig.
Ég hef nú oft viðrað þá skoðun að íslenskan sé okkur Íslendingum dýr þjóðrembingur, en hún getur kostað okkur hundruði milljarða í töpuðum endurheimtum á stolnu fé ef bankaræningjunum tekst að fá málunum vísað frá dómi vegna þess að þeir tali bara íslensku.
En það mun víst vera eitt af varnarbrögðum bankaræningjanna í þessum málarekstri skilanefndar Glitnis, að krefjast frávísunar vegna lélegrar enskukunnáttu. Þeir bera því við að þeir séu ekki vel mæltir á neina tungu nema íslensku.
Þetta er enn ein áminningin fyrir okkur um að fara að leggja niður þetta tungumál og taka upp annað útbreiddara í staðinn.
Víkingarnir sem námu hér land forðum daga töluðu alþjóðlegt tungumál. Annars vegar létu þeir sverðin tala og svo var tungumál þeirra talað um alla skandinavíu, bretlandseyjar og hluta norður evrópu. Ég held að þeir hafi aldrei borið við skilningsleysi á tungumál þeirra sem þeir rændu þegar þeir töpuðu orrustu og þurftu að verjast eða flýja. Frekar að það hafi verið þveröfugt, þeir vörðu sig snilldarlega á tungumáli óvinarins, eins og t.d. þegar Egill Skallagrímsson sat í dýflissu Englandskonungs sem hugðist taka hann af lífi að áeggjan drottingar sinnar. Þá kvað Egill kvæðið Höfuðlausn á alþjóðlegri íslensku nóttina áður en hann var leiddur fyrir konung og aftökusveitina. Kvæðið flutti hann fyrir konung og hlaut líf sitt að launum þrátt fyrir að kóngur teldi sig eiga ýmislegt sökótt við Egil.
En nú er öldin önnur og þessir útrásaraumingjar sem hafa herjað sem óðir menn á Íslandi og beggja vegna Atlantshafsins þykjast bara tala fornaldar íslensku og láta eins og þeir hafi aldrei heyrt minnst á túlka eða Google translate og reyna að flýja böðlana á þessum forsendum. Vonandi tekst það ekki. En ef þessi vörn þeirra virkar þá er íslenskan orðin okkur dýrkeypt enn og aftur. Eða öllu heldur að við skulum ekki hafa haft vit á að láta hana þróast í takti við tungumál þjóðanna í kring um okkur. Enskan sem er töluð bæði í Bandaríkjunum og Bretlandi er jú ekkert annað en vel þróuð nútíma útgáfa af landnámsíslenskunni í bland við fleiri mál.
![]() |
Ekki eigi að vísa málinu frá |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (1)
Uppskrúfuð einskisnýt þvæla.
13.9.2010 | 00:21
Mér sýnist núverandi forsætisráherra alveg jafn karlmannleg og forverar hennar í starfi og alveg jafn útrásar- og hrunsinnuð. Ekki hefur stjórnin breytt um stefnu eftir að hún tók við, gefur almenningi langt nef og dekrar við hrunliðið. Segir þetta ekki allt sem segja þarf um mun kynjanna í þessu efni, hann er enginn? Alveg eins og í umferðinni. Þar reynast konurnar ef eitthvað er örlítið hættulegri bílstjórar en karlarnir. Rannsókn lokið.
![]() |
Íslensk heimili kynjagreind |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
Af hverju voru eggin köld?
12.9.2010 | 10:28
Var það vegna þess að brjálæðingurinn lét bíða eftir sér í morgunmatinn, eða var konan ekki tilbúin með eitthvað annað þannig að eggin kólnuðu á meðan hún kláraði að taka til morgunmatinn?
Þetta skiptir auðvitað engu máli. En það sem skiptir máli er hálfvitagangurinn í Bandaríkjamönnum að hafa svo frjálslega byssulöggjöf að menn sem hafa ekki einu sinni stjórn á sér út af morgunmatnum geta átt byssur og skotið fólk í hópum í æðisköstum út af engu. Samt má engu breyta um þetta hjá þeim. Allir verða að fá að eiga byssur, annars eru Bandaríkjamenn ekki frjálsir. Það má ekki skerða frelsið um eina byssu til eða frá, allir verða að hafa frelsi til að eiga byssur, sama hvað þeir eru klikkaðir.
Sumt læra Bandaríkjamenn aldrei. T.d. það að almenn byssueign veldur miklu tjóni en gerir lítið gagn. Skv. rannsóknum er talið að um 75.000 manns særist árlega af völdum byssuskota, um 10.000 manns eru drepnir með byssum og um 17.000 sjálfsmorð þar sem menn nota byssur. Alls eru þetta því liðlega 100.000 manns á ári sem líða fyrir frjálslega byssulöggjöf Bandaríkjanna. M.v. hina frægu höfðatölureglu svarar þetta til um 100 manns á Íslandi árlega. Það þætti all nokkuð!
![]() |
Brjálaðist við morgunverðarborðið |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (3)
Nefndin gleymdi alveg að leggja til eina rannsókn í viðbót en annars athyglisverðar og skynsamlegar tillögur.
11.9.2010 | 21:56
Mér finnst það athyglisvert og skynsamlegt að rannska starfsemi lífeyrissjóða á Íslandi. Bæði vegna þess að að almennt virðist vera of mikil dulúð yfir starfsemi þeirra og fjárfestingum og eins vegna þess að núna er uppi verulegur ótti um að ekki séu öll kurl komin til grafar varðandi það hvað útrásarliðið komst með lúkurnar djúpt í þessa sjóði.
Þetta er skynsamlegt hjá þingmannanefndinni sem og flestar aðrar tillögur þeirra.
Það eina mikilvæga sem vantar hjá þessari nefnd er að hún leggi til rannsókn á fjárhagslegum tengslum og öðrum tengslum þingmanna við útrásina svokölluðu og fjármálastarfsemi í landinu, styrkveitingar, hagsmunatengsl, fjölskyldutengsl o.s.frv. og hvaða áhrif þessi tengsl, ef einhver eru, hafa haft á lagasetningu og starfsemi alþingis.
Það er skrýtið að nefndin hafi gleymt þessu, því þetta hlýtur hvort eð er að verða til umræðu þegar landsdómur verður kallaður saman eins og stefnt virðist að.
Það verður varla hægt að fara í gegn um þessi mál nema fyrir liggi af hverju t.d. frjálslegri lög um fjármálastarfsemi í undanfara hrunsins hafa runnið í gegn um alþingi á undanförnum árum. Var allt með felldu í þeirri lagasetningu?
![]() |
Leggja til rannsókn á starfsemi lífeyrissjóða |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)