Þá verður íslenskan okkur dýr.

Það er mikið áfall fyrir Íslendinga ef bankaræningjarnir út Glitni geta fengið málum skilanefndinarinnar á hendur þeim vísað frá dómi í New York vegna þess að þeir tala bara íslensku, eru svo lélegir í ensku að þeir geta ekki varið sig.

Ég hef nú oft viðrað þá skoðun að íslenskan sé okkur Íslendingum dýr þjóðrembingur, en hún getur kostað okkur hundruði milljarða í töpuðum endurheimtum á stolnu fé ef bankaræningjunum tekst að fá málunum vísað frá dómi vegna þess að þeir tali bara íslensku.

En það mun víst vera eitt af varnarbrögðum bankaræningjanna í þessum málarekstri skilanefndar Glitnis, að krefjast frávísunar vegna lélegrar enskukunnáttu. Þeir bera því við að þeir séu ekki vel mæltir á neina tungu nema íslensku.

Þetta er enn ein áminningin fyrir okkur um að fara að leggja niður þetta tungumál og taka upp annað útbreiddara í staðinn.

Víkingarnir sem námu hér land forðum daga töluðu alþjóðlegt tungumál. Annars vegar létu þeir sverðin tala og svo var tungumál þeirra talað um alla skandinavíu, bretlandseyjar og hluta norður evrópu. Ég held að þeir hafi aldrei borið við skilningsleysi á tungumál þeirra sem þeir rændu þegar þeir töpuðu orrustu og þurftu að verjast eða flýja. Frekar að það hafi verið þveröfugt, þeir vörðu sig snilldarlega á tungumáli óvinarins, eins og t.d. þegar Egill Skallagrímsson sat í dýflissu Englandskonungs sem hugðist taka hann af lífi að áeggjan drottingar sinnar. Þá kvað Egill kvæðið Höfuðlausn á alþjóðlegri íslensku nóttina áður en hann var leiddur fyrir konung og aftökusveitina. Kvæðið flutti hann fyrir konung og hlaut líf sitt að launum þrátt fyrir að kóngur teldi sig eiga ýmislegt sökótt við Egil.

En nú er öldin önnur og þessir útrásaraumingjar sem hafa herjað sem óðir menn á Íslandi og beggja vegna Atlantshafsins þykjast bara tala fornaldar íslensku og láta eins og þeir hafi aldrei heyrt minnst á túlka eða Google translate og reyna að flýja böðlana á þessum forsendum. Vonandi tekst það ekki. En ef þessi vörn þeirra virkar þá er íslenskan orðin okkur dýrkeypt enn og aftur. Eða öllu heldur að við skulum ekki hafa haft vit á að láta hana þróast í takti við tungumál þjóðanna í kring um okkur. Enskan sem er töluð bæði í Bandaríkjunum og Bretlandi er jú ekkert annað en vel þróuð nútíma útgáfa af landnámsíslenskunni í bland við fleiri mál.


mbl.is Ekki eigi að vísa málinu frá
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Óttar Felix Hauksson

Er ekki hægt að fá túlk? Varla kostar það miljarða. Túlkar eru notaðir á alþjóðvettvangi (Sameiuðu þjóðirnar og Evrópusambandið t.d.) til að þýða nákvæmt orðalag. Góðum löggiltum túlkum ætti ekki að verða skotaskuld að þýða ákæruliðina á ensku og vörnum sakborningana íslensku yfir á ensku.

Óttar Felix Hauksson, 13.9.2010 kl. 01:01

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband