Mun valda óðaverðbólgu á Íslandi ef verðtrygging verður ekki afnumin áður.

Sólgos sem lamar orkukerfi og fjarskiptakerfi heimsins um langan tíma mun valda gríðarlegri verðbólgu á Íslandi.

Olíuhreinsunarstöðar munu lamast.
Uppskera mun eyðileggjast.
Samgöngur verða fyrir miklum truflunum.
Raftæki skemmast.
Framleiðslufyrirtæki verða fyrir rekstrartruflunum.

Allt mun þetta valda aukinni eftirspurn og minna framboði af ýmsum nauðsynjahlutum. Afleiðingin verður gríðarlegar verðhækkanir á ótal vörum, sem munu svo trekkja upp verðbólguna á Íslandi með viðeigandi afleiðingum.

Skyldi ríkisstjórn Íslands ætla að bregðast við þessum ógnunum við almenning í landinu? Auðvitað veit enginn hvenær svona sólgos verður, þó reynt sé að spá fyrir um þau eftir því sem líkindi þykja til.

Það þýðir því ekkert fyrir ríkisstjórnina að búa til risastóra sólhlíf eða eitthvað svoleiðis til að verjast þessu sólgosi. En kannski væri ráð að huga að verðtryggingunni, að finna aðra aðferð til að reikna verðmæti lána en að tengja þau sólgosum. Þannig má minnka áhrif sólgossins þegar að því kemur.


mbl.is Jörðin gæti myrkvast
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband