Afneitunarávarp forsætisráðherra.

Það var ekki mikið um djúpa hugsun í ávarpi forsætisráðherra áðan. Gamlir frasar eins og að hanga á tungumáli sem enginn skilur í bland við afneitun og einræðistilburði eins og að tala um að þjóðin eigi bara að kyngja aulaskap ríkisstjórnarinnar og hætta að vera fúl með það. Hver hefur alið meira á óánægju landsmanna en ríkisstjórn Jóhönnu Sigurðardóttur sem passar upp á að fólk fái engu að ráða um sína framtíð. Og svo talar hún um að ábyrg fyrirtæki eigi að leggja rækt við það samfélag sem þau eru sprottin upp úr. Eru það fyrirtækin sem enn er verið að drepa eða eru það ríkisfyrirtækin og ríkisbankarnir sem eru öll niðurgreidd af skattpeningum og gefið forskot á samkeppnisaðila með afskriftum og vildarkjörum frá ríkisstjórninni. Er þetta ábyrgðin sem hún talaði um. Jóhanna nefndi líka ekki að hún ætli að beita sér fyrir lýðræðisumbótum eins og að þjóðin fái að kjósa sjálf um sín helstu mál og þau sem mestu varða um horfur til framtíðar. Þetta var mikið afneitunar og afturhaldsávarp. Það er ljóst að þjóðin kemst aldrei neitt framávið með svona forystu. Vonandi hættir Jóhanna sem fyrst í pólitík og vonandi fellur ríkisstjórnin sem fyrst. Þjóðin þolir ekki að vera í þessari afturhaldsgíslingu öllu lengur.
mbl.is Krefjumst ábyrgra fyrirtækja
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 identicon

Hef sagt það áður og vil undirstrika það:

Jóhanna áttar sig ekki á vanda venjulegs fólks og einyrkja og smá-fyrirtækja. 

Jóhanna heldur í alvörunni að hún og allt undir pilsi hennar sé heilagt.

Jóhanna gengur á vatni.  Því mun hún sökkva.  Ósköp einfalt náttúrulögmál.

Pétur Örn Björnsson (IP-tala skráð) 31.12.2009 kl. 23:37

2 Smámynd: Jón Pétur Líndal

Sæll Pétur. Já, það væri gaman að draga hana á flot og sjá hvort hún flýtur eða sekkur. Gleðilegt ár.

Jón Pétur Líndal, 1.1.2010 kl. 00:23

3 identicon

Já, það er komin ástæða til að vera bjartsýnn á gleðilegt og farsælt nýtt ár.  Nú eru undirskriftirnar á Indefence komnar vel yfir hálft hundrað þúsundin.   Rakarasonurunn að vestan getur varla skrifað undir og hafnað þeim sannleika.  Við hljótum að fá að kjósa um okkar örlög.  Þetta eru nú bara mannheimar sem við búum í, þó sumir pólitíkusar telji sig guði.

Forræðishyggja hinna heilögu á þingi fær því vonandi einn á lúðurinn.

En varðandi Jóhönnu, þá sekkur hún á nýju ári í djúp gleymskunnar.  En spurningin er hvað mikið kemur uppúr botnleðjunni, þar sem pilsfaldalið hinna síðari tíma heilögu hefur falið sig.  Og alls kyns kolaðir krabbar og kafbátar og skinheilagt flærðartungu lið.

Já, fjandakornið, ég held 2010 verði okkur gleðilegt og farsælt ár.

Pétur Örn Björnsson (IP-tala skráð) 1.1.2010 kl. 00:46

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband