Bretland og Ísland á niðurleið í goggunarröðinni.
31.12.2009 | 00:06
Heimspólitíkin er eins og hænsnahús. Það er ákveðin goggunarröð. Þeir feitustu og frekustu gogga í alla hina, en neðar í píramídanum eru aðrar hænur og önnur lönd sem þora ekki að gogga í þá sem eru stærri og frekari en gogga bara í þá sem eru minni og aumari. Bretland er á niðurleið í þessari röð. Nú eru Kínverjar komnir hærra í röðina, bráðum líka Indland og kannski fleiri lönd. En allra neðst í goggunarröðinni eru svo lönd eins og Ísland. Ísland goggar ekki neitt í neinn nema þá með einhverju landi sem er hærra í röðinni. Hins vegar mega allir gogga í Ísland sem vilja. En sumum finnst það reyndar tímasóun, Ísland skiptir svo litlu máli. Svona eru viðhorfin í heimspólitíkinni í dag. Ég hugsa að áhugi Breta á að þyrma lífi þessa samlanda í Kína hafi verið hinn endanlegi dauðadómur yfir honum. Hálfpartinn hvarflar að manni að Kínverjar hafi viljað sýna Bretum hver má gogga í hvern. Ef Bretar hefðu þagað og látið málið afskiptalaust hefði verið smá sjens að Kínverjar hefðu sýnt manninum miskunn. En þá hefðu Bretar engu að síður litið illa út í augum heimsins ef þeir hefðu ekkert gert í málinu til að forða manninum frá dauða. Þeirra staða er því vonlaus í svona málum. Rétt eins og Íslands.
Bretar sagðir valdalausir gagnvart Kína | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Athugasemdir
Skemmtilegt hvað það gleymist líka mikið í þessu máli að
1: Maðurinn var bípólar, það er ekki mikil vörn í því,tala ég nú af mikilli reynslu.
2: Hann var að smygla KÍLÓI af HERÓÍNI... Sem er svakalegt! Eitt harðasta efnið og kíló af því, énefnt hversu hreint það var.
Verði þessum manni aðgóðu.
En skemmtileg grein um goggunarröð
Tómas (IP-tala skráð) 31.12.2009 kl. 09:56
Sæll Tómas og takk fyrir athugasemdina. Já, staða mannsins var vond. Ég hef ekki neina samúð með þessum dópsmyglurum og framleiðendum og dreifendum. Það er bara þetta viðhorf að vera ekki að drepa fólk sem veldur því að mér finnst langtímadvöl í grjótinu hæfa betur. En Kínverjum finnst það kannski of dýr lausn. Annað en hjá okkur sem erum með fangelsins útbelgd af útlendum glæpamönnum sem lifa þar í vellystingum á okkar kostnað.
Gleðilegt ár.
Jón Pétur Líndal, 31.12.2009 kl. 16:46
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.