Svartur dagur á Íslandi.
17.12.2009 | 12:57
Það flæða yfir þjóðina vondar fréttir í dag og gær.
Baldur Guðlaugsson er uppvís að ósannindum og allar líkur á að hann sé sekur um innherjaviðskipti og spillingu.
Ingibjörg Sólrún fékk ekki mansalsstöðuna hjá ESB. Þar varð einhver Ítölsk kona sem enginn þekkir fyrir valinu. Þetta er afar neyðarlegt. Bæði er ESB með þessu að hafna einum af sínum mestu vinum á Íslandi og svo er Ingibjörg þá atvinnulaus áfram. Kreppan kemur víða við.
Sveitarfélög í Bretlandi þykjast illa hlunnfarin með meðferð krafna þeirra í þrotabú Glitnis. En þar eru kröfur þessar flokkaðar sem almennar kröfur en ekki forgangskröfur eins og Bretarnir vilja. Því eru líkur á að upp í kröfurnar fáist ansi lítið og það hressir ekki Breta. Það vaknar sú spurning hvort hryðjuverkalögum verður aftur beitt á Íslendinga til að gera Glitnismönnum ljóst hvaða reglur eiga að gilda.
Svo eru sveitarfélög á Íslandi á leið í þrot hvert á fætur öðru. Álftanes er í umræðunni talið gjaldþrota. Þó hafa þeir fengið nokkurra vikna frest til að redda sér út úr þessu. Ekki veit ég til hvers sá frestur er veittur. Það þarf bæði töfrabrögð og kraftaverk til að þetta breyti einhverju.
Sama staða er í augsýn í Árborg. Þar er hundruða milljóna hallarekstur á þessu ári og útlit fyrir að næsta ár verði svipað og að allt eigið fé sveitarfélagsins klárist á næsta ári.
Þá eru fjölmörg sveitarfélög að undirbúa fjárhagsáætlanir og ársuppgjör og alveg öruggt að fleiri eiga eftir að bætast í þann hóp sveitarfélaga sem stefnir í alvarleg vandræði.
Hafin er rannsókn á Kaupþingi í Bretlandi vegna ætlaðra svika og undanskota í aðdraganda hrunsins.
Og Katrín Júlíusdóttir er komin í pólitískt ástarsamband við Björgólf Thor Björgólfsson. Ástarvíman er svo mikil að Björgólfur er mest sexy fjárfestir sem fyrirfinnst í landinu um þessar mundir og vill Katrín gera allt sem þessi pólitíski elskhugi hennar telur sig þurfa í formi ýmissa ívilnana og skattalegrar fyrirgreiðslu og skjóls fyrir skattahækkunum á fyrirtæki hans sem að þessu verkefni, gagnveri í Reykjanesbæ, koma. Katrínu finnst það vont þegar fundið er að því að þessi pólitíski kærasti hennar geti ekki borgað hina tæru Icesave snilld á sama tíma og hann ætlar í tugmilljarða fjárfestingu í gagnaveri. Leiða má að því líkur að hann ætli að bjóða Katrínu á tónleika í henni Hörpu sinni þegar þar verða haldnir tónleikar innan tíðar. En hún Harpa er einmitt allskyld Björgólfi og fyrirtækjum hans. Í upphafi átti Harpa að kosta 3-4 milljarða en eftir að Björgólfsfeðgar komu að málinu fór svo að kostnaður endar líklega í 20 milljörðum eða meiru og lendir allur á íslenskum almenningi.
En hvort tveggja þóttu pottþéttar hugmyndir á sínum tíma, Icesave og tónlistarhúsið sem nú heitir Harpa. Afleiðingarnar af hvoru tveggja eru þó alveg eins, eintómar skuldir og vandræði. En ástarbrími Katrínar er svo mikill að þetta vill hún ekki sjá, heldur hefur óbilandi trú á snilli kærastans og hinni nýju snillarhugmynd hans. Það er vissulega þekkt að ástin blindar. Þess vegna þarf nauðsynlega að fá einhvern annan en Katrínu til að fjalla um þessi mál í ríkisstjórninni, enda sjá það allir sem horfa á þetta mál að þarna er verið að misnota Katrínu eins og títt er um ástfangnar konur. Reynslan af þessum pólitíska kærasta hennar hingað til er þannig að það er örugglega öllum fyrir bestu að þeim verði stíað í sundur og þessu sambandi slitið strax.
Baldur staðinn að ósannindum" | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Athugasemdir
Ekki skildi ég nú helminginn af þessari bloggfærslu og er það væntanlega vegna þess að mig vantar hið pólitíska vit. Kanski eins gott.
En hvað með að taka alla fyrir sem hafa sagt ósatt? Er það ekki góð hugmynd, He he? Sá syndlausi kasti fyrsta steininum! Ég myndi ekki þora því ég er ekki fullkomin og syndlaus eins og svo margir vita. Það er ég reyndar gífurlega þakklát fyrir. Vorkenni hinsvegar þeim sem telja sig vera það og ætla að kenna syndurunum réttu fræðin.
Held ekki að Katrín litla með stóru sálina kæmi illa út úr þannig könnun! Eða hvað heldur fólk almennt um það ef það spyr sig sjálft en ekki áróðurs-fréttaflutning?
Anna Sigríður Guðmundsdóttir, 17.12.2009 kl. 18:15
VONLAUSIR DÓMARAR .
þeir eru hræddir við " Bláu höndina ".Auðvitað er Baldur Guðlaugss. SEKUR !
Hvenær fáum við klára , óhrædda,dómara ,með óbrenglaða dómgreind .Er þetta frímúrarareglan á Íslandi ,sem heldur saman ?SKELFILEGT ÁSTAND ,ennþá.Þetta þarf Eva Joly að skoða .
Kristín (IP-tala skráð) 17.12.2009 kl. 18:59
Sælar Anna Sigríður og Kristín og takk fyrir athugasemdirnar.
Það er nú þannig Anna að allir eru sekir um einhverjar syndir eins og þú bendir réttilega á. Ég líka, enginn vafi á því. En eigum við að láta það verða til þess að allir megi gera allt sem þeir láta sér detta í hug og enginn megi vanda um fyrir öðrum?? Eru þá engin takmörk, af því að allir hafa gert eitthvað af sér. Fengið hraðasekt, drepið flugu, skrökvað nokkrum sinnum eða sleppt því að segja allan sannleikann, logið að konu að hún sé æðisleg til að fá að sofa hjá henni, verið of seinn að borga reikninga o.s.frv. Nei, við verðum öll að muna að enginn er fullkominn og því síður að allir séu það, enda væri þá ekkert að í heiminum, það segir sig sjálft. Það má hins vegar deila um hvar mörkin liggja, milli þeirra synda sem eru svo smávægilegar að þær má fyrirgefa umhugsunarlítið og hinna sem eru svo stórar að fólk ætti að læra af þeim og varast að endurtaka þær. Þar tel ég viðskiptasögu Björgólfs Thors vera ágætis dæmi um víti til að varast að endurtaka og til að læra af. Flóknara er þetta nú ekki. Ég vona að þið Katrín litla með stóru sálina getið skilið þetta, allavega að flestir landsmenn geri það, annars er útlitið skrambi svart fyrir Íslendinga.
Jón Pétur Líndal, 17.12.2009 kl. 20:44
Daginn Dalur
Krímer (IP-tala skráð) 17.12.2009 kl. 23:49
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.