Linka við Bretana - Ekki sama jón og Séra Jón.

Ég er alveg steinhissa á að Moody´s sé að vara Breta við að kannski verði skoðað að lækka lánshæfismatið á næstu þrem árum ef ríkisstjórnin stendur sig ekki betur. Þetta er ótrúleg linka gangvart þjóð sem er með allt niðrum sig í efnahagsmálum.

Bretland er alveg komið á hausinn og fyrir alla sem vilja bera saman hagstærðir þar við ýmis önnur lönd er ljóst að Bretar geta ekki klórað sig út úr sinni stöðu nema með verulegum niðurskurði og skattahækkunum. Bretland er alveg eins og Ísland þegar horft er til erlendra skulda, þeir eru að vísu 2-4 árum á eftir okkur. En þegar horft er á ríkissjóð Bretlands þá hafa þeir verið langt á undan Íslandi í að safna opinberum skuldum. Það er fyrst núna á þessu ári þegar Steingrímur og kona ársins keppast við að skrifa undir skuldaviðurkenningar sem íslenska ríkið stendur hlutfallslega verr en það Breska.


mbl.is Lánshæfismat Bretlands í hættu
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband