Er þetta nú ekki ósköp einfalt.
11.12.2009 | 12:58
Það segir í fréttinni að skera eigi upp herör gegn ofbeldisglæpum sem framdir eru undir áhrifum áfengis. Það kemur líka fram að áfengisneysla hafi aukist mikið hjá ungi fólki og afbrotum sem framin eru af drukknu fólki fjölgað mikið á sama tíma. Er þá nokkuð annað sem þarf að gera en að minnka drykkjuna? Hækka t.d. áfengiskaupaldur, minnka framboð, draga úr aðgengi eða banna þetta bara alveg o.s.frv. Þetta eru leiðirnar sem eru í boði. Um aðrar er ekki að ræða, allavega kem ég ekki auga á þær. Það er allavega tilgangslaust að reyna að hafa vit fyrir fólki þegar það er orðið drukkið.
Kannski mætti prófa að gefa út áfengiskaupaskírteini til allra landsmanna sem hafa aldur til og yrði að framvísa við áfengiskaup. Það yrði svo bara tekið af þeim sem eru til vandræða með víni eða yrðu uppvísir að því að nota það til að útvega vandræðagemlingunum vín. Þannig mætti kannski takmarka drykkjuna við þá sem teljast hófsamir á þessu sviði. Við ættum að skoða þessa leið hér á Íslandi. Drykkjuhegðun margra er mikið vandamál hér og vel þess virði að reyna að ná einhverri stjórn á vandamálinu.
Skera upp herör gegn ofbeldi tengdu áfengisneyslu | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Athugasemdir
Góð hugmynd Jón
vín er náttúrulega eins og hvert annað slökunar eða skynsemis brenglandi lyf, og því ekki að binda kaup þess við lyfjaskyrteini þerra sem þola það lyf?
Bogi Jónsson, 11.12.2009 kl. 13:28
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.