Ríkið setur 563 milljónir í hlutafé í RÚV

Ég sé það í fjáraukalögum vegna ársins 2009 sem lögð hafa verið fram á Alþingi að þar á að breyta skuld RÚV upp á 563 milljónir í hlutafé í fyrirtækinu. Það er ekki nóg að nefskatturinn upp á 17.400 kr sem skilar líklega um 6 milljörðum í ríkiskassann sé innheimtur heldur þarf þar að auki að bæta við um 10% með beinni afskrift í formi hlutafjár.

Þetta er fáránlegur rekstur sem þarf að taka alvarlega til skoðunar. Þarna er verið að leika sama leikinn og Jón Ásgeir leikur reglulega með sína miðla, það er verið að afskrifa og velta tilgangslausum fjölmiðlarekstri á skattgreiðendur trekk í trekk með ýmsum aðferðum. Ég held nú að ríkið ætti að sýna gott fordæmi og skera bara dáldið niður á RÚV svo endar geti náð saman. Ég veit vel að RÚV launar eyðslusemina með því að verja sína fjárveitendur þegar þess er þörf að þeirra mati. En þetta er eins og venjulega allt á kostnað skattgreiðenda og hlutlauss fréttaflutnings.


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Bogi Jónsson

fréttaflutningurinn og önnur þáttagerð verður seint hlutlausari en þeir sem vinna við hana.

Bogi Jónsson, 11.12.2009 kl. 13:32

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband