Nú er tækifæri fyrir aðila að leggja fram lokauppgjör.
10.12.2009 | 17:52
Úr því þessir aðilar, Bjarni og Glitnir, eru búnir að semja um uppgjör út af starfslokum Bjarna væri auðvitað rétt að þetta uppgjör í heild sinni verði birt opinberlega. Það koma oft fréttir af Bjarna Ármannssyni og hans fjármálum sem venjulegt fólk á erfitt með að átta sig á. T.d. starfslok hans á sínum tíma, síðan endurgreiðslan í fyrra, kröfulýsingin núna upp á nokkra milljarða og svo þessi frétt um 650 milljóna endurgreiðslu. Þetta er nú frekar ruglingslegt en þó skín í gegn að Bjarni hafi á sinni tíð í bankanum verið svo upptekinn af eigin hagsmunum að ekki er að undra þó bankinn hafi setið á hakanum og farið á hausinn.
Og þar sem skattgreiðendur og lánardrottnar bankans hafa fengið hræið af honum í hausinn eftir fláningu Bjarna og félaga held ég það væri bara sanngjarnt að lagt verði fram heildaryfirlit yfir fjármálaumsvif Bjarna gagnvart bankanum á hans bankastjóratíð og eftir hana svo almenningur geti séð hvað sá þáttur er að kosta þjóðina og lánardrottna bankans. Þetta kemur öllum Íslendingum við.
Bjarni endurgreiðir Glitni | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Athugasemdir
Humm, ég held nú að sá sem átti stærstan þátt í að koma Glitni á kúpuna hafi verið Lalli litli Welding. Eftir að hann tók við stórjukustu útlán til m.a. FL group og Baugs, sem voru stærstu eigendur bankans.
Blahh (IP-tala skráð) 10.12.2009 kl. 19:33
Sæll Blahh og takk fyrir athugasemdina. Ég efast ekki um að Lárus Welding hafi tryggt endalok Glitnis ásamt eigendum og stjórn bankans, en ég efast heldur ekki um að Bjarni hafi líka verið á sömu leið með bankann. Það heyrðust oft sögur um það áður en Lárus kom að bankanum að hann væri veikastur íslensku bankanna.
Jón Pétur Líndal, 10.12.2009 kl. 19:46
tek undir þetta - munið þegar hann tæmdi næstum fæðingarorlofsjóðinn - þessi maður gefur ekki neitt hann bara tekur
Jón Snæbjörnsson, 10.12.2009 kl. 23:28
Og hér er afhverju Bjarni borgaði en ekki hinir...
Skallagrímur (IP-tala skráð) 11.12.2009 kl. 01:19
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.