Vinstri stjórn búin að koma Bretlandi á hausinn. - Hvað gerist á verðbréfamörkuðum á morgun?

Þessi staða Bretlands er búin að vera vel ljós síðan í fyrra þó lítið hafi verið fjallað um það hér. Ég hef bloggað dálítið um þessa stöðu Bretlands og þá skoðun mína að þetta blankheitaklúður sem Brown hefur komið Bretum í skýri að miklu leyti hörku hans í sambandi við Icesave. Og nú hefur það verið staðfest að Bretland er á hausnum. Þar er allavega viðurkennd af stjórnvöldum versta staða landsins í áratugi. Það er athyglisvert að þarna voru það vinstrimenn einir og óstuddir sem komu landinu í þessa stöðu. Þarna hefur stjórnin ekki verið að hreinsa til eftir Tatcher og aðra hægrimenn. Verkamannaflokkurinn komst síðast til valda 1997 og hefur verið við völd í Bretlandi í um 12 ár samfellt. Sá flokkur hefur einn og óstuddur komið landinu í þá krísu sem það er í núna. Þeir sem mesta ábyrgð bera á breska klúðrinu og tómum ríkiskassa eru Tony Blair og Gordon Brown. Gordon Brown aflétti hömlum af fjármálafyrirtækjum, sleppti þeim lausum og leyfði þeim að vaða uppi með glórulausa starfsemi og himinháa bónusa fyrir allt tapið. Svo hefur hann verið að tæma ríkiskassann undanfarna mánuði til að bæta gráu ofan á svart. Hann hefur reynt að slá ryki í augu heimamanna með stælum út á við út af Icesave og gagnvart öðrum sem hann getur kúgað til að slá sjálfan sig til riddara. Nú kemst hins vegar almenningur í Bretlandi að hinu sanna um stjórn Verkamannaflokksins. Það er sennilega enginn þjóðarleiðtogi alvöru þjóðar eins vitlaus og Gordon Brown.

Nú er spurning hvort heimskreppan tekur nýja dýfu. Ég spái því allavega að þetta verði nú litið alvarlegri augum en smáskjálftinn í Dubai um daginn. Vonandi snarfalla hlutabréf í verði, það er eina leiðin til að ná tökum á þeirri ófreskju sem fjármálamarkaðir heimsins eru orðnir.


mbl.is Þung spor Alistairs Darling
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Hafsteinn Viðar Ásgeirsson

Og helvítis íhaldið kom Íslandi á hausinn, með stæl.

Hafsteinn Viðar Ásgeirsson, 6.12.2009 kl. 17:34

2 Smámynd: Guðmundur Ásgeirsson

Ehemm... "new labour" er álíka langt til hægri og íhaldsflokkurinn, alveg eins og Samfylking á Íslandi er jafnvel lengra til hægri en Sjálfstæðisflokkur. Það má því segja að það hafi verið hægrimenn (og ekki síst frjálshyggjumenn) sem hafa komið báðum þessum ríkjum á hausinn.

Guðmundur Ásgeirsson, 6.12.2009 kl. 17:38

3 Smámynd: Jón Pétur Líndal

Sælir Hafsteinn og Guðmundur og takk fyrir athugasemdirnar.

Þetta er allt saman rétt hjá ykkur.

Verst er þó hér á Íslandi að þegar nýir menn eru við völd þá eru bara nýir menn við völd. Það breytist ekkert annað. Þessir nýju valdhafar okkar eru að hygla og draga taum sömu manna og fyrri ríkisstjórnir. Þannig að það er nú orðið fullreynt með þetta gamla flokkakerfi okkar, við erum komin á leiðarenda með því. Annaðhvort teflum við fram nýjum framboðum með nýjum einstaklingum fljótlega til að taka völdin af gjörspilltu liði eða Ísland hverfur á örfáum árum algjörlega á vald ESB eða einhverrar þjóðar sem tekur okkur í fóstur og lætur okkur þræla hér eins og á þeim tímum þegar við vorum undir Dönum og þeir nýttu skerið og forfeður okkar á því eins og aðrar nýlendur voru nýttar á þeirri tíð.

Jón Pétur Líndal, 7.12.2009 kl. 00:40

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband