Sniðug markaðssetning - Einn plús fyrir ESB aðild.
6.12.2009 | 03:09
Þetta virðist auðvitað svolítið fáránlegt en sniðugt um leið. Og gott hjá þeim að vera með öflug hagsmunasamtök, dönsku vændiskonunum. Vændi er greinilega nokkuð vel skipulögð atvinnugrein í Danmörku.
Svona verður þetta líka á Íslandi þegar Jóhanna og Álfheiður og Svandís og Katrín Jakobsdóttir og Katrín Júlíusdóttir og restin af ríkisstjórninni eru búin að koma okkur inn í ESB.
Þá geta vændiskonur frá Kaupmannhöfn og Hamborg og Amsterdam eða hvaðan sem er í ESB opnað hér útibú og verið með dúndurtilboð þegar þær vilja, rétt eins og þegar Bónus hefur verið að selja mjólkina á 1. krónu lítrann þegar samkeppnin er hvað mest. Og auðvitað geta íslenskar konur líka séð um þetta ef þær vilja og ef einhver vill þær.
Sameiginlegur vinnumarkaður, stjórnarskrá og regluverk ætti að tryggja svona starfsemi góða og löglega fótfestu á Íslandi í ESB. Þetta verður líka ánægjulegt innlegg í landkynningu á Íslandi sem ferðamannalandi og getur skapað þó nokkuð mörg störf. Kannski verður Skólavörðustígurinn með slatta af vændiskonum stillt út í glugga til sýnis í rauðum ljósum á kvöldin. Það er nú mjög jólalegt og gæti orðið til þess að fullt af mönnum fari í gönguferðir í miðbænum á kvöldin án þess að kaupa sér hund til að draga sig út í öllum veðrum. Þetta gæti líka dregið úr ofbeldi í miðbænum og verið kjörið tækifæri fyrir óstýriláta menn til að losa um spennu á náttúrulegan hátt.
Loksins finnur maður eitthvað sem gæti verið jákvætt við ESB aðild Íslands.
Danskar vændiskonur bjóða ókeypis þjónustu | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Athugasemdir
Snilld! :o)
Villi Asgeirsson, 6.12.2009 kl. 06:01
"Ísland í ESB og öfgamenínista burt" gæti bara verið fyrirmyndar slagorð
Sævar Einarsson, 6.12.2009 kl. 10:27
206. gr. alm. hgl. Hver sem greiðir eða heitir greiðslu eða annars konar endurgjaldi fyrir vændi skal sæta sektum eða fangelsi allt að 1 ári.
Svona hljóðar skilgreiningin á "vændi" skv. íslenskum lögum. Ef boðið væri upp á svona hér heima væri það þá "vændi" skv. alm. hgl, þar sem ekkert endurgjald er fyrir "vændið"?
Ef miðað er við túlkun skv. orðanna hljóðan þá er vændi ekki lengur vændi ef það er frítt, þannig að þessar vændiskonur eru ekki, í þessu tilviki, vændiskonur að bjóða vændi heldur í raun lauslátar konur að bjóða frítt kynlíf.
Hafsteinn (IP-tala skráð) 6.12.2009 kl. 21:54
Sæll Hafsteinn og takk fyrir athugasemdina. Eflaust væri hægt að fara í kring um þessa lagagrein væri vilji til þess. En líklegra þykir mér að það verði að breyta lögunum svo þau standist stjórnarskrá ESB sem gekk í gildi nú 1. des. sl.
Það er þó ekki það að ég sé sérstaklega ánægður með það að vændi verði gert hærra undir höfði þegar við göngum í ESB eins og konurnar í ríkisstjórninni vilja. Málið er að ég er að vekja athygli á því að það er margt ólíkt í menningu okkar og margra annarra landa í ESB. Ýmsir siðir og venjur hér eru með öðrum hætti en á meginlandi Evrópu. Með inngöngu í ESB verða hlutirnir einsleitari, ESB beinir málefnum aðildarlandanna bæði viljandi og óviljandi í sama farveg á sem flestum sviðum. Og ætli það sé nú ekki líklegt að sá farvegur verði oftar farvegur hinna ESB landanna en okkar, smáþjóðarinnar á litlu eyjunni sem landfræðilega er hálf í norður Ameríku.
Jón Pétur Líndal, 7.12.2009 kl. 00:50
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.