ESB er á hausnum.

Nú í kreppunni hefur komið í ljós að ESB getur lítið sem ekkert gert fyrir aðildarríki í vandræðum.
Nýjasta dæmið er Grikkland, önnur dæmi eru Írland, Lettland og Finnland sem öll hafa farið illa í kreppunni.

Og eins og sjá má í alls konar samantektum um efnahag ýmissa ríkja heimsins er ESB fyrst og fremst klúbbur nokkurra skuldugustu þjóða heims. Það er mjög gáfulegt, eða hitt þó heldur, fyrir okkur að vera að stefna þarna inn.

Það er greinilegt af þessari frétt um að seðlabanki ESB ætli að draga úr fjárhagsaðstoð við evrópska banka sem hafa notað aðstoðina til að kaupa ríkisskuldabréf til að aðstoða bágstödd ríki ESB við öflun lausafjár, að það er að koma að skuldadögum í ESB. Þá fyrst skellur nú á alvöru kreppa ef það gerist.


mbl.is Ský við sjóndeildarhring Evrópusambandsins
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband