Þetta dæmir sig nú sjálft. Steingrímur vill koma á einræði sýnist mér.
4.12.2009 | 11:46
Ég var að klára aðra færslu hér rétt áðan um spillingu og sjálftöku stjórnmálamanna bæði varðandi völd og peninga. Og viti menn, þegar maður lítur á fréttayfirlitið þá sér maður haft eftir Steingrími að hann telji sum mál ekki "henta" í þjóðaratkvæðagreiðslu. Þarna er nú sjálftaka valdsins rækilega staðfest. Það hentar ekki að þjóðin fái að skipta sér af máli sem kemur til með að ráða miklu um stöðu hennar næstu áratugi.
Er ekki bara kominn tími til að ákveða að koma bara á formlegu einveldi hér og hætta þessum draumórum um að hér sé lýðræði. Það er nú óljós munur á einræði annars vegar og lýðræði hins vegar sem er þannig að kjósendur fá bara að kjósa um það sem stjórnvöld ákveða að henti kjósendum að kjósa um. Og af reynslu undanfarinna ára er nú ekki margt sem hentar kjósendum að kjósa um. Það virðist helst vera það úr hvaða flokki einræðisherrann skuli koma á hverjum tíma.
Sum mál henta ekki í þjóðaratkvæðagreiðslu | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Athugasemdir
held að Steingrímur þessi ætti að snúa sér að því sem hann montar sig mest af sem er "vörubílaakstur" á fyrri árum
Jón Snæbjörnsson, 4.12.2009 kl. 11:50
er ekki kominn tími til að taka framm búsáhöldin núna !!!!!!!!
Magnus (IP-tala skráð) 4.12.2009 kl. 12:01
Nei - í guðanna bænum ekki setja hann undir stýri á vörubíl. Eru þið búin að gleyma hrakföllunum hans og myndunum af honum í sjúkrarúmi eftir að hann - nærstum drap sig og eyðilagði Landcruiserinn ?
Nú má hann passa sig - mér er skapi næst að ákæra hann og Jóhönnu - um leið og útrásarafglapana - fyrir aðild að þjóðarsjálfsmorði og glæpum gegn mannkyni
ersunnan (IP-tala skráð) 4.12.2009 kl. 12:13
....sumar ástæður þess að Icesave-málið verði að klára sem fyrst séu þess eðlis að ekki hægt sé að greina frá þeim á Alþingi....Sum mál eru ekki til þess fallin að leggja undir þjóðina.....
Ég held að Dav...Steingrímur ætti nú að fara að hugsa sinn gang.
Ráðaleysi og allt uppi á borðum...undir grænu teppi. Nýtt slagorð VG.
sigkja (IP-tala skráð) 4.12.2009 kl. 12:40
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.