Sjálftaka í Bretlandi - rotið konungsríki sem þarf beint lýðræði.

Breska fjármálaráðuneytið segist hafa fengið heimild til þess að bjarga breskum bönkum með því að dæla í þá ótrúlegum fjárhæðum, eða sem svarar um 172.000 milljörðum króna. Þetta er rúmlega 10 sinnum hærri fjárhæð heldur en íslenska hrunið í heild sinni, sem er þó svo stjarnfræðilega dýrt að fæstir skilja almennilega tölurnar.

Það sem vekur mesta athygli í fréttinni er að ráðuneytið segist hafa fengið heimild til að gera þetta. Frá hverjum kom sú heimild? Var það frá þeim sem eiga að borga? Nei, það hefur ekki verið kosið um þetta í Bretlandi. Það er alveg eins hér eins og hjá Bretum. Stjórnvöld veita sjálfum sér heimild til að gera þetta og gera hitt og halda áfram sukki og spillingu. Þeir sem eiga að borga fyrir eru aldrei spurðir fyrr en í fyrsta lagi eftirá. Það er alltaf sagt að menn geti gert upp sakirnar í næstu kosningum. En þá er skaðinn líka alltaf skeður og um seinan að laga hlutina.

Svo er þetta þannig hjá Bretunum að bankamennirnir slást um að hirða allt sem frá ríkinu kemur í bónusa og annað svínarí.

Þetta er alveg það sama og hér. Hér er peningum dælt í bankana og allt í felum og leynimakki um það hvað verður svo gert við þá og hvar þessir peningar enda. Skattgreiðendur svo látnir borga án þess að fá nokkuð um þetta að segja.

Þetta er ein augljósasta ástæðan fyrir því að við og fleiri þjóðir þurfum beint lýðræði. Lýðræðið sem við höfum er bara blekking. Stjórnmálamennirnir eru bara strengjabrúður, kjarklausir og vitlausir margir hverjir, undir hælnum á sponsorum eigin flokka.

Eitt grunnatriði í endurreisn þjóðfélagsins er að endurreisa lýðræði og moka út spillingu og strengjabrúðum.


mbl.is 850 milljarðar punda í bresku bankana
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband