Ráðherran sjálfur úr tengslum við veruleikann.

Ég sé nú ekki annað en að þessir bankamenn séu í góðum tengslum við veruleikann. Veruleikinn í bankaheiminum er einmitt sá að bankamenn eru allra manna duglegast við að skammta sjálfum sér sem mest af því fé sem inn í bankana kemur. Ég veit ekki hvernig þessi blessaður Breski ráðherra heldur eiginlega að veruleikinn sé. Ef hann virkilega trúir einhverju öðru hefur hann sennilega legið sofandi í 100 ár eins og Þyrnirós.

Og það að bankastjórnin hóti að segja af sér fái bankamenn ekki himinháa bónusa skerpir bara enn betur á raunveruleikanum. Þessir menn eru orðnir allt of góðir með sig til að nenna að "vinna" eitthvað þar sem ekki eru greiddir bónusar burtséð frá árangri. Auðvitað á ekkert að gagnrýna þessa bankamenn, bara láta þá fara umhugsunarlaust. Hvað er að þessum ráðherra að vera að býsnast yfir þessu. Lausnin er augljós, bara reka þá. Þessir menn í bankanum eru búnir að tapa svo miklum peningum að hann getur ekki fengið verri stjórnendur.


mbl.is Segir bankamenn úr tengslum við veruleikann
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband