Engar nýjar fréttir.

Þetta er bara það sem maður er búinn að blogga reglulega um lengi. Það er svo sem ágætt að allavega einn þingmaður er búinn að skilja þetta. Þá þurfa bara rúmlega 30 í viðbót að skilja stöðuna svo menn geti farið að vinna skv. raunhæfu mati á aðstæðum. Ég óttast bara að það taki þingheim allt of langan tíma að skilja alvarleika málsins, þannig að allt verði löngu farið til fjandans áður en menn skilja hvað þeir eru að gera.

En það sem þarf að gera er:
1. Að frysta allar eignir útrásarvíkinga, eigenda og æðstu stjórnenda bankanna.
2. Endurheimta alla peninga sem hægt er að ná sem "gufuðu upp" í fjármálakerfinu og útrásinni.
3. Neita að borga Icesave umfram það sem reglur tilgreina.
4. Taka til baka það sem lagt hefur verið í endurreisn bankanna og leyfa þeim bara að fara á hausinn.
5. Hætta samstarfi við AGS.
6. Hætta vinnu við umsókn að ESB.
7. Halda gengi krónunnar á því róli sem það er.
8. Vinna þjóðina út úr krísunni með raunverulegri verðmætasköpun, ekki lántökum og sýndarmennsku.
9. Kjósa okkur ráðamenn til að vinna fyrir almenning en ekki bara fjárstuðningsklíkur stjórnmálaflokkanna.


mbl.is Ísland stefnir í greiðsluþrot
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 identicon

Heyr heyr... alveg sammála þér :)

Auðbjörg (IP-tala skráð) 3.12.2009 kl. 20:30

2 Smámynd: Þorsteinn H. Gunnarsson

Það gagnast nú almenningi lítið að kjósa ráðamenn þegar ráðamenn hlaupa frá almenningi, grasrótinni, áður enn túnslætti er lokið.

Og þar á ég við þingmenn Borgarahreyfingarinnar sem hjuggu sig frá þeirri formlegu hreyfingu sem fleytti þeim inn á Alþingi Íslendinga.

Framangreindir alþingismenn hafa valdið lýðræðislegum umbrotaöflum miklum skaða sem erfitt verður að bæta, nema þeir snúi aftur til fólksins sem kaus þá.

Svo talar þú um að kjósa ráðamenn til að vinna fyrir almenning eins það sé jafn auðvelt og að kjósa fjallskilastjórn í litlum hrepp úti á landi.

Að öðru leiti er margt skynsamlegt í færslunni.

Þorsteinn H. Gunnarsson, 3.12.2009 kl. 20:31

3 Smámynd: Umrenningur

Sæll Jón.

Ég get tekið undir þessar ágætu tillögur hjá þér, að vísu tel ég rétt að leyfa krónuni að falla þangað sem raunvirði hennar er. Það kemur sér vel fyrir tekjumyndun þjóðfélagsinns og styrkir hagkerfið til lengri tíma lítið. Það vill oft gleymast að útflutningur er tekjur en innflutningur er gjöld fyrir þjóðarbúið og ekki geta allir haft framfæri á að flytja inn gallabuxur ril að selja hvort öðru. Það sem ég er að meina er að við förum svipaða leið og Argentina fór eftir að þeir hentu AGS úr landi og fóru að stjórna á sínum eigin forsendum en ekki USA-AGS-ESB-G7 forsendum.

Íslandi allt

Umrenningur, 3.12.2009 kl. 20:37

4 identicon

Sammála!!

Benedikt (IP-tala skráð) 3.12.2009 kl. 20:38

5 Smámynd: Ásgrímur Hartmannsson

Þú ert raunsær, heyri ég.  Eða les.

Merkilegt hvað sumir eru lengi að ná þessu.  Já, þetta er rétt hjá þér, en nei, þetta verður ekki gert.  Ég veit ekki af hverju.

Ásgrímur Hartmannsson, 3.12.2009 kl. 20:42

6 Smámynd: Bogi Jónsson

Hvers vegna í andsk#$&/(%&#"$%&/ eiga menn svona erfitt með að hlusta á Þór Saari og Jón Líndal?

Bogi Jónsson, 3.12.2009 kl. 20:49

7 Smámynd: Guðmundur Ásgeirsson

Stundum er raunsæi sársaukafullt, en líka yfirleitt skynsamlegt.

Það er löngu kominn tími fyrir "Wipeout Iceland" ! Enga endurreisn, það síðasta sem þurfum er meira af því sama. Frekar að láta draslið gossa og þá fyrst getum við farið að snúa okkur að einhverju gagnlegu.

Guðmundur Ásgeirsson, 3.12.2009 kl. 20:51

8 Smámynd: Umrenningur

Afsakið að ég komi hér aftur, en mig langar að benda á góða úttekt á því hvað getur orðið hér ef skinsemin fær að ráða. Ég mæli með að fólk lesi einnig innslögin, sérstaklega þar sem Ómar svarar Birgittu Jónsdóttur þingkonu.

http://omargeirsson.blog.is/blog/omargeirsson/entry/984299/

 Íslandi allt

Umrenningur, 3.12.2009 kl. 21:00

9 Smámynd: Sigurður Haraldsson

Stend við litla ákallið sem ég bloggaði um firr í dag!

Sigurður Haraldsson, 3.12.2009 kl. 21:11

10 Smámynd: Jón Pétur Líndal

Sæl verið þið öll og blessuð og takk fyrir athugasemdirnar. Maður verður stundum bara verulega hissa á hvaða viðbrögð koma við því sem maður er að hugleiða hér. En þau viðbrögð sem ég fæ frá ykkur eru ánægjuleg og til mikilla bóta við það sem ég er að leggja til. Það er því miður hægt að taka undir það að ekki er nú auðvelt að finna frambjóðendur sem hægt er treysta á nema rétt fram undir næstu stjórnarmyndun. Ég veit ekki hvernig hægt verður að koma á einhverju fyrirkomulagi sem gæti lappað upp á þennan síendurtekna galla í stjórnmálamönnum. Ef einhver lumar á góðri hugmynd í þeim efnum væri hún vel þegin.

Jón Pétur Líndal, 4.12.2009 kl. 00:17

11 identicon

Það er sem ég sagði um árið.

Bóndi minn kæri og búalið

enn lengist í löngu-bið

Því ráðherran lýgur

og í burtu flýgur

með illa ígrundað atkvæðið.

Óskar Guðmundsson (IP-tala skráð) 4.12.2009 kl. 09:31

12 Smámynd: Jón Pétur Líndal

Sæll Óskar og takk fyrir kveðskapinn.

Jón Pétur Líndal, 4.12.2009 kl. 09:35

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband