Losum okkur við íslenskuna svo heimurinn skilji okkur.

Þetta er eins og í svo mörgu, tungumálið er til trafala. Alveg vonlaust fyrir okkur að vera endalaust að staglast með þessa íslensku. Eini kosturinn við þetta blessaða úrelta tungumál okkar er að þó einhver þyki tala gáleysislega á Alþingi þá hefur það engin áhrif út fyrir landsteinana, því hvergi á byggðu bóli heimsins utan Íslands finnst fólk sem einhverju máli skiptir sem skilur tungumál okkar. Mín vegna er því í góðu lagi að þeir sem vilja tala umbúðalaust á Alþingi, geri það.

En eins og ég hef áður sagt þá þurfum við Íslendingar að fara að vinna í því fyrir alvöru að taka upp annað tungumál og leggja niður íslenskuna. Það er ótrúlegt að almenningur skuli ekki vera búinn að átta sig á þessu, þetta vandamál er nú búið að vera samfellt viðvarandi í nokkur hundruð ár. En tregðan til að viðurkenna íslenskuna sem vandamál skýrir kannski ýmislegt annað sem ekki er tekið á í þessu landi nú á tímum. Þjóðarsálin, þjóðstjórnin og forseti þjóðarinnar eiga það sameiginlegt að skríða fyrir öllum sem komast eitthvað áfram í lífinu, sama með hvaða hætti það gerist, og að kyssa á alla vendi, sama hve illa hefur verið lúskrað á mönnum með þeim.

Og ég held að það væri nú þarfara að verja einhverjum fjárhæðum í að snara okkar viðhorfum hér vegna Icesave nauðgunarinnar, yfir á ensku og fleiri evrópumál, heldur en að eyða mörg hundruð milljónum í að þýða umsóknareyðublöð fyrir ESB aðild yfir á íslensku svo Össur geti krossað við eins og hann heldur að sé rétt.


mbl.is Íslenskt mál en ekki heypokaloðmullu
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband