Það er vit í þessu.

Mér líst vel á þessa fyrirætlun. Það er vit í að reisa verksmiðju sem er ein af undirstöðum nútíma matvælaframleiðslu. Þegar áburðarverksmiðjan í Gufunesi var seld og lögð niður var vissulega kominn tími á hana ef svo má segja. En eftir á að hyggja hefði nú verið gáfulegra að reisa nýja slíka verksmiðju um leið og sú í Gufunesi var lögð niður. Það er ómögulegt að matvælaframleiðsla á Íslandi skuli að miklu leyti stjórnast af áburðarverði erlendis. Ég er því feginn því ef farið verður í þessa uppbyggingu hér. Og svo eru auðvitað störf í þessu líka. En aðalkosturinn við þetta fyrirtæki er sá að með því má tryggja að hægt sé að framleiða matvæli á nútímalegan hátt á Íslandi. Og það þurfa allir mat, bæði Íslendingar og aðrir. Alveg sama hvað annað telst óþarfi og gengur yfir í bylgjum, það verður alltaf þörf fyrir mat. Þess vegna er þessi verksmiðja eitt það gáfulegast sem hægt er að byggja á Íslandi núna.
mbl.is Vilja reisa risaverksmiðju
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 identicon

Við íslendingar eigum að eiga svona verksmiðju að fullu.....

en ekki http://www.fertil.com/main.html

Vilhjálmur (IP-tala skráð) 3.12.2009 kl. 10:00

2 Smámynd: Jón Pétur Líndal

Ég er sammála, en samt er betri einhver verksmiðja en engin. Auðvitað væri gáfulegast ef íslenskir fjárfestar, t.d. lífeyrissjóðir o.fl., hefðu vit á að byggja upp svona verksmiðju.

Jón Pétur Líndal, 3.12.2009 kl. 12:09

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband