Ítalska löggan ætti frekar að fá sér Porsche en Fiat.

Þegar löggan er að fjárfesta í hraðskreiðum bílum ætti hún nú frekar að fá sér almennilegan Porsche en sportútgáfu af Fiat. Eru þessir ítölsku sportbílar ekki alveg jafn ónýtir hvort sem er búið að klessa þá eða ekki?

En kannski er aksturslagið þannig að þetta skiptir engu máli. Þá er líklega best að þeir séu bara á ódýrari Fíat.


mbl.is Lögreglan lagði Lamborghini í rúst
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 identicon

Hvað meinarðu með að Lamborghini séu sportútgáfur af FIAT?

Ég gæti skilið að þú myndir kalla þennan bíl sportútgáfu af AUDI, þar sem umræddur Lamborghini bíll, Ítölsku lögreglunnar, var af árgerð 2004, en AUDI tók yfir framleiðslu Lamborghini bílanna árið 1999. En sportútgáfa af FIAT?

Fyrir utan nafnið og söguna, er vart hægt að segja að Lamborghini séu ítalskir bílar. Þeir eru framleiddir í Þýskalandi, af AUDI, sem er í eigu Volkswagen. Allur vél og tæknibúnaður í bifreiðunum kemur frá AUDI.

Ég er sammála þér með það að ítalskir bílar eru yfirleitt rusl (sbr. Fiat og Alfa Romeo), fyrir utan fáar undantekningar, eins og t.d. Lamborghini, Bugatti og Ferrari. Hinsvegar er það mín skoðun að þýskir bílar séu þeir allra bestu, sem völ er á, og þar sem Lamborghini eru í dag þýskir bílar þá eru þeir jafnframt á meðal bestu farartækja sem í boði eru í heimi þessum.

Jón (IP-tala skráð) 1.12.2009 kl. 17:47

2 Smámynd: Ellert Júlíusson

Þessi tók einmitt fram úr mér þegar ég var að aka frá Mílanó niður í Tuscany hérað.

Var að krúsa á 140 á 6 akgreina hraðbraut þegar mér var næstum þeytt af veginum af þessu kvikindi...efa að honum hafi verið ekið hægar en 200 á þessum vegum.

Smekkleg græja.

Ellert Júlíusson, 1.12.2009 kl. 17:53

3 Smámynd: Einar Steinsson

Þó að Lamborghini sé núna í dag í eigu Audi þá eru þeir eftir sem áður sjálfstætt fyrirtæki og þróaðir og framleiddir í Ítalíu en að sjálfsögðu í ákveðnu samstarfi við Audi. Og þeir eru langt frá því að vera "Fiat" heldur eru þeir upphaflega smíðaðir til að keppa við Ferrari sem er í eigu Fiat.

Ég á kunningja sem er þýskur lögreglumaður og hann sagði mér einu sinni að sögur gengju um að Lamborghini hefði gefið lögreglunni á sínu svæði bíla til að fá frið við bílaprófanir í nágrenni höfuðstöðvanna.

Einar Steinsson, 1.12.2009 kl. 18:07

4 Smámynd: Jón Pétur Líndal

Sæll nafni og þið hinir og takk fyrir athugasemdirnar.

Ég vissi reyndar ekki um þessi tengsl við Audi, hélt þetta væri bara Fiat á sparifötum eins og Ferrari og fleiri bílar sem Ítalir smíða. En þetta er nú allt sett fram í frekar léttum dúr hjá mér, ég býst varla við að nokkur maður móðgist mikið yfir þessu. Ítalskir bílar hafa nú ekki náð svo mikilli fótfestu hér að hægt sé að segja að þeir séu mikils metnir hjá okkur.

Jón Pétur Líndal, 1.12.2009 kl. 21:26

5 Smámynd: Landfari

Er ekki Porsche sportútgáfan af WW? Einhvern vegin stóðég í þeirri meiningu. Allavega finnur maður hluti merkta WW í Porsche. Eða á það bara við um eldri gerðir?

Landfari, 1.12.2009 kl. 22:20

6 Smámynd: Einar Steinsson

Volkswagen Group og Porsche AG eru í sameiningarferli sem á að klárast 2011. Þessi tvö fyrirtæki hafa lengi átt stóran hlut hvort í öðru eru búin að berjast um það í mörg á hvort myndi á endanum gleypa hitt og Volkswagen vann slaginn núna í sumar.

Volkswagen á t.d. eftirfarandi tegundir beint eða í gegnum önnur fyrirtæki: Audi, Skoda, SEAT, Lamborghini, Bentley, og Bugatti. Þeir eiga líka ráðandi hlut í Sænska vörubílaframleiðandanum Scania og stóran hluta í vörubílaframleiðandanum MAN.

Einar Steinsson, 1.12.2009 kl. 22:50

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband